Gwyneth Paltrow á skíðum um jólin

Gwyneth Paltrow nýtur þess að vera á skíðum um jólin.
Gwyneth Paltrow nýtur þess að vera á skíðum um jólin. mbl.is/AFP

Athafnakonan Gwyneth Paltrow kann að gera vel við sig á jólunum. Hún hefur verið á faraldsfæti undanfarið og ákvað að eyða jólunum á skíðum í Aspen með fjölskyldunni. Þetta kemur fram á vef The Daily Mail

Paltrow birti fallega ljósmynd af sér og eiginmanni sínum Brad Falchuk á Instagram þar sem hún óskar fylgjendum sínum gleðilegra jóla. 

View this post on Instagram

Merry Christmas from the #faltrows we wish you all love and contentment and peace and wholeness ❤️

A post shared by Gwyneth Paltrow (@gwynethpaltrow) on Dec 25, 2019 at 1:47pm PST

Paltrow og Falchuk giftu sig í september árið 2018. Svo virðist sem fyrrverandi eiginmaður hennar Chris Martin sé einnig í Aspen ásamt unnustu sinni Dakota Johnson. 

Paltrow og Martin skildu árið 2016 eftir þrettán ára hjónaband. Þau hafa lagt sig fram um að vera góðir og kærleiksríkir foreldrar þeirra Apple og Moses. 

Fjölskyldan er án efa á einu áhugaverðasta skíðasvæði veraldar, en Aspen í Colorado í Bandaríkjunum hefur um árabil þótt eitt tilkomumesta skíðasvæði heims. Fjölmörg glæsileg hótel eru á svæðinu, góðir veitingastaðir og frábærar skíðabrekkur svo eitthvað sé nefnt. 

View this post on Instagram

Aspen day to night. Which one is your favorite scene? 📸: @rgd3

A post shared by Visit Aspen Colorado (@aspenco) on Dec 16, 2019 at 7:18pm PST

mbl.is