Lét draum sinn rætast við eldgosið

Sara Oskarsson fær innblástur af eldgosinu við Fagradalsfjall
Sara Oskarsson fær innblástur af eldgosinu við Fagradalsfjall Skjáskot/Instagram

Listakonan Sara Oskarsson lét ævilangan draum rætast og gerði Geldingadali að vinnustofunni sinni í vikunni þegar hún mætti með trönur, striga og málningu á gossvæðið við Fagradalsfjall. Draumur um að mála eldgos hjá lifandi eldgosi varð því að veruleika en Sara vinnur að stórri málverkaseríu innblásinni af eldgosinu.

Listakonan Sara Oskarsson lét draum sinn rætast; að mála eldfjall …
Listakonan Sara Oskarsson lét draum sinn rætast; að mála eldfjall við eldfjall. Skjáskot/Instagram

Það var ekki seinna vænna fyrir Söru að koma sér fyrir á gossvæðinu en samkvæmt frétt mbl.is þá er stutt í að eldgígurinn lokist og eldgosið breytist í dyngjugos neðanjarðar.

Sara út­skrifaðist með BA-gráðu (Hons) með ágæt­is­ein­kunn frá ein­um virt­asta list­há­skóla heims, Ed­in­burgh Col­l­e­ge of Art í Skotlandi, og hef­ur haldið fjöl­marg­ar einka­sýn­ing­ar. Fjallað hef­ur verið um verk Söru í Tel­egraph í Bretlandi og Arte í Frakklandi, Þýskalandi og svo fram­veg­is. Verk henn­ar hafa selst til lista­verka­safn­ara um all­an heim og var verk henn­ar til­nefnt til Art Gem­ini-verðlaun­anna í Bretlandi 2013.

mbl.is