Nú getur þú selt útivistardótið sem þú notar ekki

Fjallamarkaðurinn hefur opnað í Kringlunni.
Fjallamarkaðurinn hefur opnað í Kringlunni.

Ein glæsilegasta útivistarverslun landsins, Fjallakofinn, hefur opnað Fjallamarkaðinn sem selur notaðar útivistarvörur. Með þessu er fyrirtækið að draga eins mikið úr sóun og hægt er. 

„Fjallamarkaðurinn er því fyrst allra fyrirtækja í útivistargeiranum á Íslandi til að bjóða upp á kaup og sölu á notuðum útivistarbúnaði, hvort sem það er skófatnaður, útivistarfatnaður, viðlegubúnaður eða annað sem þannig öðlast lengri líftíma og dregur úr neyslu. Þetta er allt saman í svipuðum anda og PATAGONIA starfar með sinn „Worn Wear“ rekstur,“ segir Ásmundur Þórðarson markaðsstjóri Fjallakofans en Fjallamarkaðurinn er til húsa í Kringlunni 7 þar sem Fjallakofinn var áður.

Hann segir að eigendur Fjallakofans hafi viðrað þessa hugmynd við starfsfólkið í miðjum veirufaraldri. Þá var verslunin Fjallakofinn algerlega sprungin og var það spurning hvað ætti að gera við húsnæðið í Kringlunni þegar Fjallkofinn flyttist yfir í Hallarmúla en sú verslun var opnuð fyrr á þessu ári. 

„Í Fjallamarkaðnum getur þú bæði keypt og selt notaðan útivistarfatnað og -búnað fyrir börn og fullorðna. Fjallamarkaðurinn tekur vörur í umboðssölu og því gefst öllum tækifæri til að selja sinn útivistarfatnað og búnað sem ekki er not fyrir lengur og gefa þannig vörunni nýtt líf hjá nýjum eiganda. Þannig getur þú hjálpað okkur í Fjallamarkaðnum að sýna samfélagslega ábyrgð í umhverfismálum, minnkað sóun og gefið öðrum tækifæri til að eignast búnað án þess að þurfa tæma veskið,“ segir hann og bætir því við að Fjallamarkaðurinn muni einnig selja aukahluti, smávörur og vera með „outlet“ frá Fjallakofanum. 

Fjallakofinn opnaði glæsilega verslun við Hallarmúla í sumar. Nú hefur …
Fjallakofinn opnaði glæsilega verslun við Hallarmúla í sumar. Nú hefur fyrirtækið opnað markað í gamla húsnæðinu í Kringlunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert