Ísland í forgrunni hjá Scarpa

Hópurinn kom hingað til lands til að upplifa íslenska náttúru …
Hópurinn kom hingað til lands til að upplifa íslenska náttúru á eigin skinni.

Hópur á vegum ítalska útivistarvörumerkisins Scarpa kom í heimsókn til Íslands í síðustu viku til að kynna sér íslenska náttúru betur. Íslensk náttúra verður í forgrunni í markaðssetningu fyrirtæksins í næstu vetrarlínu Scarpa.

Alls komu 14 manns á vegum Scarpa til landsins og þar á meðal var Christine Parisott sem er einn af eigendum fyrirtækisins og hönnuður Mojito Scarpaskónna sem hafa slegið í gegn hjá Íslendingum.

Í hópnum voru einnig ítalskir áhrifavaldar og blaðamenn auk leikkonunnar Matilde Gioli og fjallagarpurinn Hervé Barmasse. 

Hópurinn fór meðal annars í snjósleðaferð.
Hópurinn fór meðal annars í snjósleðaferð.
mbl.is