Beið í átta ár eftir draumaferðinni

Bandaríkjamaðurinn Ricard Burns beið í átta ár eftir að komast …
Bandaríkjamaðurinn Ricard Burns beið í átta ár eftir að komast í siglingu um Scoresby sund á Grænlandi og varð sannarlega ekki fyrir vonbrigðum þegar hann komst loksins í ferðina í ágúst á þessu ári. Ljósmynd/Richard Burns

Bandaríski tannréttingalæknirinn Richard Burns og eiginkona hans Cindy biðu í átta ár eftir að komast loksins í siglingu með Norðursiglingu um Scoresby sund á Grænlandi. Þau fóru í ferðina, ásamt tíu öðrum, núna í ágúst og lýsir Burns ferðinni sem algjörlega himneskri í samtali við mbl.is.

„Þessi Grænlandsferð og veran í skipinu sameinaði allt sem ég elska við ferðalög. Fallegt landslag á fjarlægum slóðum, óhefðbundinn ferðamáti með magnaðri áhöfn og leiðsögumönnum, og tækifærið til að deila þessari reynslu með hópi af fólki sem er jafn áhugasamt og þú að læra eins mikið og það getur. Algjörlega stórbrotin upplifun fyrir hinn óhrædda ferðalang,“ segir Burns.

Ópal er tveggja mastra seglskúta sem smíðuð var í Damgarten …
Ópal er tveggja mastra seglskúta sem smíðuð var í Damgarten í Þýskalandi árið 1951. Norður Sigling festi kaup á henni árið 2013 og hefur hún verið gerð upp að stórum hluta. Ljósmynd/Richard Burns

Heimsóttu Ísland 2014

Burns kom hingað til Ísland fyrir átta árum síðan og fóru hann og eiginkona hans í göngu um hálendi Íslands sem hann lýsir sem algjörlega magnaðri. Leiðsögumaður þeirra þá sagði þeim frá Grænlandsferðum Norðursiglingar og þá fór Burns að lesa sér til og komst að því að þetta væri hið fullkomna ævintýri fyrir þau. 

Hann bókaði ferð fyrir sig og hópinn sinn, sem telur alls 12 með honum. Stefnt var að því að fara síðsumars 2019 og var hópurinn kominn til Íslands og var á leið til Grænlands þegar aflýsa þurfti ferðinni vegna óviðráðanlegra orsaka. 

Í fjörðum Scoresby sunds er að finna ísjaka af öllum …
Í fjörðum Scoresby sunds er að finna ísjaka af öllum stærðum og gerðum. Ljósmynd/Richard Burns

Grænlandsferðir Norðursiglingar hafa notið mikilla vinsælda undanfarinn áratug. Nú er fjöldi ferða farinn í júlí, ágúst og september á hverju ári. Þrjár seglskútur eru notaðar til siglinganna um Scoresby sund Ópal, Hildur og Donna Wood. 

„Við fórum heim og bókuðum ferð ári seinna, en henni var svo aflýst vegna heimsfaraldursins. Þá náðum við að færa ferðina yfir í ágúst 2022. Þannig það tók okkur átta ár að komast í ferðina og ég var hræddur um að eitthvað myndi hindra för okkar alveg þar til ég steig um borð í Ópal,“ segir Burns. 

Dýptin í Scoresby sundi kom honum á óvart, en margir …
Dýptin í Scoresby sundi kom honum á óvart, en margir firðirnir eru mjög djúpir sem er ástæðan fyrir því að jöklarnir eiga greiða leið á haf út. Ljósmynd/Richard Burns
Sólsetrin eru himnesk á síðsumarkvöldum í Grænlandi.
Sólsetrin eru himnesk á síðsumarkvöldum í Grænlandi. Ljósmynd/Richard Burns

Himnesk upplifun

Ferðin um Scoresby sund tekur sjö daga, en firðir sundsins eru þræddir fram og til baka. „Við ferðuðumst aftur í tímann til landafundatímabilsins, þegar skip eins og Ópal sigldu um höfin og uppgötvuðu áður ófundin lönd. Við sigldum á Ópal í gegnum magnaða firði sem voru fullir af ísjökum af öllum stærðum og gerðum. Það var algjörlega himneskt,“ segir Burns. 

Hann naut þess að búa um borð í bátnum og líkir því við að búa í verulega töff klúbbhúsi með vinum sínum. „Ópal er ekki stór bátur, þannig maður gerir sér strax grein fyrir að káeturnar eru frekar litlar, en maður aðlagast fljótt og kemur sér vel fyrir. Borðstofan, eða aðalrými skútunnar er mjög þægilegt rými, og við fengum nýbakað brauð og frábærar máltíðir á hverjum degi. Við grilluðum einu sinni í fjörunni og á þilfari Ópal mörgu sinnum,“ segir Burns. 

Scoresby sund, á grænlensku Kangertittivaq, er á austurströnd Grænlands og …
Scoresby sund, á grænlensku Kangertittivaq, er á austurströnd Grænlands og lítur út eins og trjágrein á kortinu. Það er um 110 kílómetrar að lengd og nær yfir um 38 þúsund ferkílómetra. Ljósmynd/Richard Burns

Um borð í Ópal er heitur pottur sem hópurinn baðaði sig í á hverju kvöldi. Hann segir pottinn vera algerlega stórkostlegan og að bestu minningarnar hafi verið skapaðar í pottinum. „Eitt kvöldið, þegar við höfðum kastað akkeri fyrir nóttina spilaði áhöfnin á gítar og söng í salnum. Norm, Wes og ég sátum í pottinum og hlustuðum á það og virtum fyrir okkur þetta magnaða umhverfi,“ segir Burns hrifinn.

Seglskútan Ópal gengur að hluta til fyrir rafmagni og er …
Seglskútan Ópal gengur að hluta til fyrir rafmagni og er því lítill hávaði sem fylgir henni. Ljósmynd/Richard Burns
Scoresby sund er á 70. breiddargráðu, eða álíka norðarlega og …
Scoresby sund er á 70. breiddargráðu, eða álíka norðarlega og Tromsø í Noregi. Ljósmynd/Richard Burns

Tók dróna með sér

Alls voru fjórir í áhöfn skipsins og kann Burns þeim bestu þakkir fyrir ferðina. „Svo fámenn áhöfn þarf að sinna mörgum skyldum. Þau sigldu skútunni, elduðu máltíðirnar, þrifu eftir okkur, leiðsögðu okkur í göngum í landi og á minni bátunum, og umfram allt urðu þau vinir okkar. Það var það sem gerði ferðina okkar með Ópal að svo minnisstæðri ferð,“ segir Burns.

Sauðnaut, eða moskusnauut í hlíðum Scoresby sunds.
Sauðnaut, eða moskusnauut í hlíðum Scoresby sunds. Ljósmynd/Richard Burns

Það leynir sér ekki þegar maður skoðar stórbrotnar myndir hans að dróni var með í för. „Ég las að gestir mættu taka dróna með sér, og ég var búinn að æfa mig að fljúga dróna í Grænlandi í um þrjú ár. Ég þurfti að láta drónann lenda á loki heita pottsins á hverjum degi, ég varð stressaður í hvert einasta sinn. Ég brotlenti honum næstum því þrisvar sinnum hið minnsta. Ég flaug honum á hverjum degi og náði nokkrum af mínum uppáhaldsmyndum með honum. Heimir [Harðarson, skipstjóri] hægði á skútunni til að hjálpa mér með lendinguna og hvatti mig áfram,“ segir Burns.

Umhverfið er svo sannarlega stórbrotið í fjörðunum í Scoresby sundi.
Umhverfið er svo sannarlega stórbrotið í fjörðunum í Scoresby sundi. Ljósmynd/Richard Burns
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert