Uppgötvaði ástríðuna óvænt í miðjum heimsfaraldri

Ljósmyndarinn Ágúst Ottó Pálmason lærði allt sem tengist ljósmyndun og …
Ljósmyndarinn Ágúst Ottó Pálmason lærði allt sem tengist ljósmyndun og myndvinnslu á Youtube þegar heimsfaraldurinn skall á.

Ljósmyndarinn Ágúst Ottó Pálmason uppgötvaði ástríðu sína fyrir ljósmyndun óvænt þegar heimsfaraldurinn skall á í ársbyrjun 2020. Eins og svo margir aðrir hafði Ágúst allt í einu óvenju mikinn frítíma, en hann ákvað að nýta tímann í að læra að taka ljósmyndir.

„Á þessum tíma var Instagram-síðan mín full af síðum og myndum frá ljósmyndurum, en út frá því kviknaði áhuginn. Ég ákvað að kaupa mína fyrstu myndavél og byrjaði að æfa mig,“ rifjar Ágúst upp.

Ágúst nær að fanga landslagið í gegnum linsuna á fallegan …
Ágúst nær að fanga landslagið í gegnum linsuna á fallegan máta. Ljósmynd/Ágúst Ottó Pálmason

Auk ljósmyndaáhugans hefur Ágúst mikla ástríðu fyrir ferðalögum, en hann hefur verið duglegur að ferðast bæði innanlands og erlendis síðastliðin þrjú ár og hefur fest ófá falleg augnablik á filmu.

Ágúst er óneitanlega með gott auga fyrir fallegum ferðamyndum og er laginn við að fanga viðfangsefnið í gegnum linsuna, en hann hefur lært allt sem tengist ljósmyndun og myndvinnslu með því að horfa á myndskeið á Youtube.

Til hvaða landa hefur þú ferðast?

„Ég hef farið til Bandaríkjanna, Kanada, Mexíkó, Svíþjóðar, Frakklands, Spánar, Portúgal og Ítalíu.“

Mynd frá ferðalagi Ágústar um Ítalíu.
Mynd frá ferðalagi Ágústar um Ítalíu. Ljósmynd/Ágúst Ottó Pálmason

Hvernig ferðalögum ert þú hrifnastur af?

„Ég elska að ferðast til staða þar sem ég get tekið flottar myndir ... og helst þar sem ég get slappað af á ströndinni eða við sundlaugarbakkann.“

Hvað finnst þér skemmtilegast að mynda?

„Ég elska að taka náttúrumyndir, „portraits“ og náttúru-portraits. Svo hef ég undanfarið verið að taka auglýsingamyndir af vörum, en mér finnst það líka mjög skemmtilegt.“

Náttúrumyndir eru í sérstöku uppáhaldi, en þessa mynd tók Ágúst …
Náttúrumyndir eru í sérstöku uppáhaldi, en þessa mynd tók Ágúst þegar hann gekk Laugarveginn. Ljósmynd/Ágúst Ottó Pálmason

Hverjar eru uppáhaldsborgirnar þínar?

„Uppáhaldsborgin mín í Evrópu er París í Frakklandi, en utan Evrópu er það New York í Bandaríkjunum.“

Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi til að mynda?

„Ég er mjög hrifinn af Skógarfossi og umhverfinu og stöðunum þar í kring. Hornstrandir á Vestfjörðum er líka magnaður staður sem ég get ekki beðið eftir að fara aftur á, enda einn af mínum uppáhaldsstöðum á Íslandi.“

Reynisfjara er í um 25 mínútna akstursfjarlægð frá Skógarfossi.
Reynisfjara er í um 25 mínútna akstursfjarlægð frá Skógarfossi. Ljósmynd/Ágúst Ottó Pálmason

Áttu þér uppáhaldsmyndavél fyrir ferðamyndir?

„Ég nota vél frá Fujifilm, X-E4, og nokkrar linsur með henni. Linsurnar sem ég nota mest og mæli með eru 16mm F2.8 og 35mm F2.“

Magnað sjónarspil í Portúgal.
Magnað sjónarspil í Portúgal. Ljósmynd/Ágúst Ottó Pálmason

Ertu með einhver góð ráð fyrir þá sem vilja taka flottari ferðamyndir?

„Ég mæli með því að skoða hvaða vélum aðrir ljósmyndarar mæla með fyrir byrjendur. Svo mæli ég með leiðinni sem ég fór til að læra á þær – á Youtube. Nú til dags er hægt að læra nánast hvað sem er í gegnum Youtube, og þá sérstaklega ljósmyndun. Þú getur þú lært allt sem tengist ljósmyndun og myndvinnslu ef þú bara hefur áhuga og kannt að leita.“

Ágúst hefur lært heilmikið um ljósmyndun og myndvinnslu með því …
Ágúst hefur lært heilmikið um ljósmyndun og myndvinnslu með því að horfa á myndskeið á Youtube. Ljósmynd/Ágúst Ottó Pálmason

„Ég byrjaði að horfa á myndbönd frá ljósmyndunum um hvernig væri best að taka myndir undir hvaða kringumstæðum sem er og hvernig myndvinnsluforritið Lightroom virkar, en það er myndvinnsluforritið sem flestir nota. Ég er enn að læra nýja hluti og því meira sem ég læri og æfi mig, því skemmtilegra er þetta allt saman.“

Áhugi Ágústar á ljósmyndun hefur bara aukist með tímanum, enda …
Áhugi Ágústar á ljósmyndun hefur bara aukist með tímanum, enda fátt sem honum þykir skemmtilegra. Ljósmynd/Ágúst Ottó Pálmason

Hvert ætlar þú að ferðast í sumar?

„Ég ætla að ferðast til Amsterdam í Hollandi og til Parísar í Frakklandi í sumar. Eftir sumarið mun ég svo leggja af stað í stóra og mikla heimsreisu þar sem ég mun ferðast til 28 landa í Evrópu og Asíu.“

Það er nóg af spennandi ferðalögum framundan hjá Ágústi í …
Það er nóg af spennandi ferðalögum framundan hjá Ágústi í sumar og haust. Ljósmynd/Ágúst Ottó Pálmason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert