Fimm atriði sem gefa vísbendingu um að barnið fái næga brjóstamjólk.

Það er eðlilegt að mæður vilji vera vissar um að …
Það er eðlilegt að mæður vilji vera vissar um að barnið sé að fá þá næringu sem það þarf á að halda þó það sé sjaldnast ástæða til að hafa n áhyggjur ef barnið er rólegt og dafnar vel. Brynjar Gauti

Ungbarnamæður sem hafa eignast sitt fyrsta barn velta því oft fyrir sér hvort barnið hafi fengið nóg enda útilokað að sjá eða vigta magnið sem barnið fær í hverri máltíð. Það er eðlilegt að mæður vilji vera vissar um að barnið sé að fá þá næringu sem það þarf á að halda þó það sé sjaldnast ástæða til að hafa n áhyggjur ef barnið er rólegt og dafnar vel.


Almennt má segja að barnið fái næga næringu ef:

1. Brjóstið er áberandi mýkra eftir brjóstagjöf en fyrir, þar sem barnið hefur tæmt mjólkurbirgðirnar að mestu

2. Ef barnið virðist afslappað og rólegt eftir brjóstagjöf

3. Ef barnið þyngist eftir að hafa náð upp því þyngdartapi sem á sér venjuega stað eftir fæðingu. Flest börn missa allt að 7% af fæðingarþyngd sinni og ná henni á næstu tveimur vikum ef allt gengur vel.

4. Ef barnið vætir að minnst kosti 6 bleyjur á sólarhring eftir að regluleg brjóstagjöf er hafin. Hins vegar gætu þær verið færri allra fyrstu dagana, rétt eftir að framleiðsla mjólkurinnar er komin af stað í brjóstunum. Athugið að margar einnota bleiur taka mjög ríkulega í sig vökva og gætu virst þurrar viðkomu þó svo að barnið hafi pissað.

5. Á fyrsta mánuðinum er eðlilegt að barnið kúki um það bil þrisvar sinnum á dag og eru hægðir þess alla jafna sinnepsgular um það bil fimm til sjö dögum eftir fæðingu. Hægðum fækkar eftir því sem barnið eldist og það er ekki óeðlilegt að það komi jafnvel tveggja til þriggja daga pása þegar barnið er nokkurra mánaða gamalt. Þegar barnið er farið að fá fasta fæðu, venjulega í kringum sex mánaða aldurinn og stundum fyrr, hefur það alla jafna hægðir einu sinni á dag.

Ekki hika við að leita ráða á næstu heilsugæslustöð ef þú ert í vafa og alls ekki hika við að leita aðstoðar ef þú upplifir að brjóstagjöfin gengur ekki sem skyldi. Ráðin hér að ofan eru fyrst fremst almenn viðmið þegar brjóstagjöf gengur vel. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert