Ævintýrin í hinu hversdagslega

Ef forsendur barnanna eru reiknaðar með í ferðaáætlunina eru þau …
Ef forsendur barnanna eru reiknaðar með í ferðaáætlunina eru þau skemmtilegustu ferðafélagar sem hægt er að hugsa sér.

Á stundum er eins og foreldrar séu smeykir við að taka börn sín með í ferðalög bæði hérlendis og erlendis, vegna þess að ekki ekki er barnvæn sundlaug nálægt eða skemmtidagskrá á hóteli eins og víða erlendis. Af ótta við að umhverfið sé ekki nógu barnvænt. En börn eru líka fólk, þau eru forvitin, opin og vilja upplifa nýja hluti, rétt eins og fullorðnir. Tívoli, Disneylönd, skemmtigarðar og krakkaklúbbar strandstaðanna eru góðra gjalda verð og skemmtileg en það er ekki þar með sagt að foreldrarnir séu dæmdir að fara aldrei neitt nema sérsmíðað krakkaumhverfi sé hluti af ferðaprógramminu.

Mesta ævintýrið felst í því að fjölskyldan upplifi eitthvað skemmtilegt …
Mesta ævintýrið felst í því að fjölskyldan upplifi eitthvað skemmtilegt saman í fríinu. Gísli Sigurðsson

Mesta ævintýrið felst í því að fjölskyldan upplifi eitthvað skemmtilegt saman í fríinu og kanni nýjar slóðir. Að ferðast með börn er spurning um að gefa sér tíma og útskýra fyrir börnunum söguna, siðvenjur, byggingarlist, menningu, náttúrufar og fleira sem er öðruvísi, til dæmis þegar ferðast er í útlöndum; spóla til baka og reyna að sjá veröldina út frá sjónarhóli barnsins.

Á borgarferðalögum er gaman að skoða gamlar kirkjur eð aðrar …
Á borgarferðalögum er gaman að skoða gamlar kirkjur eð aðrar mikilfenglegar byggingar.

Það fer að sjálfsögðu eftir aldri barnanna hvernig setja skal ferðaáætlunina saman. Ein þumalfingurs-regla er að eftir því sem börnin eru yngri og fleiri, því betri tíma skyldi maður gefa sér. Ef ferðast er með ung börn skyldu foreldrar búa sem best um barnið; hafa það til dæmis í kerru sem hægt er að leggja niður svo það geti sofið á daginn en passa einnig upp á að barnið hreyfi sig reglulega. Einnig er mikilvægt að vera komin snemma í náttstað.
Þegar ferðast er með stálpuð börn er hægt að velta fyrir sér öllum ævintýrunum svo fremi að enginn í fjölskyldunni sé svangur eða þreyttur. Á borgarferðalögum er gaman að skoða gamlar kirkjur eð aðrar mikilfenglegar byggingar og vekja áhuga barnanna á því hve gífurlega stórar eða gamlar þær eru. Stundum eru fjársjóðir inni í þeim að því virðist úr skíragulli. Í sumum kirkjum eru jafnvel grafnir riddarar eða heilagir menn og má þá ímynda sér beinagrindurnar í kirkjugólfinu. Í mörgum gömlum evrópskum borgum eru turnar af ýmsu tagi sem skemmtilegt er að klifra upp í, ef til vill í kappi, til að njóta útsýnisins. Í stærstu borgum Bandaríkjanna eru skýjakljúfarnir óendanlega stórar ævintýrabyggingar og gaman að standa við „rætur" þeirra og horfa upp eftir byggingunni og svima smávegis áður en farið er upp með lyftunni. Á keyrslu úti á landi er gaman að komast að því hvað vex á ökrunum, hvernig húsdýrin eru öðruvísi, fjöllin, skógarnir, húsin og fólkið; allt er þetta öðruvísi en á Íslandi. Allt getur orðið að verklegri og skemmtilegri landafræði.
Hafa þarf ýmislegt hagnýtt í huga þegar börn eru á faraldsfæti í útlöndum, allt eftir aldri þeirra og þörfum. Ef forsendur barnanna eru reiknaðar með í ferðaáætlunina eru þau skemmtilegustu ferðafélagar sem hægt er að hugsa sér. Fyrir þeim er veröldin fögur og ný. Nægur tími er lykilatriði en einnig lausbeisluð dagskrá svo allir fái sem mest út úr fríinu. Það er mikilvægt að geta breytt stefnu ef aðstæður krefjast þess og láta það ekki koma fjölskyldunni úr jafnvægi.

Þegar um langt ferðalag er að ræða þarf að hafa …
Þegar um langt ferðalag er að ræða þarf að hafa tómstundatösku tiltæka með fáeinum blöðum og bókum, spilum og öðru sem drepur tímann. Fiontain

- Mikilvægt er að hafa alltaf drykkjarföng og nesti við höndina því ef börn verða svöng eða þyrst dettur stemningin í hópnum niður. Í sjálfu sér er óþarfi að segja foreldrum þennan alkunna sannleik. En í hita leiksins, svo sem eins og ef seinkun verður á flugi, ef fólk vill doka við og finna betri/ódýrari/barnvænni veitingastað, getur svo farið að barnið taki að hungra sem oft þýðir geðvonska og grátur að ósekju. Börn þurfa nefnilega að borða oftar en fullorðnir. Foreldrar ættu því alltaf að hafa hollt snakk í bakpokanum, t.d. hafrakex, banana, rúsínur, fernudjús og vatnsflösku. Að sama skapi er ráðlagt að gefa börnum sælgæti og sæta gosdrykki í hófi, því breyttar aðstæður fara ekki endilega vel saman við mikla sykurneyslu og getur komið niður á skapsmunum og meltingu barnanna. 


- Ef ferðinni er heitið á framandi slóðir með lítil börn er ráðlegt að tala við heimilislækni varðandi bólusetningar, lyf gegn niðurgangi o.þ.h. Ef fólk er í minnsta vafa ætti það að hringja í heimilislækni til að vera visst. Sjúkratryggingar ættu alltaf að vera í lagi. En hvert sem ferðinni er heitið ætti fólk með börn á ferðalagi alltaf að hafa plástra, sýkladrepandi blautklúta og verkja- og hitastillandi töflur fyrir börn sem geta slegið á vanlíðan barns meðan beðið er eftir læknishjálp ef á þarf að halda.

- Neysla mjólkurgerla getur einnig búið börn undir breyttar mataraðstæður erlendis. Einnig þarf að muna eftir sólvörn, mýflugnaúða, der/sólhúfum ef haldið er suður á bóginn, og blautklútum og margnota þvottapokum. Best er að gera minnislista dagana áður en haldið er af stað og fara eftir honum þegar pakkað er niður.

- Þegar um langt ferðalag er að ræða er mikilvægt að hafa við höndina tómstundatösku barnsins með fáeinum blöðum og bókum, spilum og öðru sem drepur tímann. Snjalltölvur og símar henta einnig vel en gallinn við tækin er að börn verða oft svo upptekin af þeim að þau vilja ekki sleppa af þeim hendinni og eiga erfitt með að finna ævintýrin í hinu hversdagslega ef leikirnir eiga huga þeirra í of miklu mæli. Þess vegna getur líka verið gott að bjóða barninu að hlusta á lesna sögu, tónlist og þess háttar og takmarka leikina.

Börn geta sýnt ótrúlegt úthald í gönguferðum ef það er …
Börn geta sýnt ótrúlegt úthald í gönguferðum ef það er gaman og nestið er gott. Chanilim714


- Það er ekki æskilegt að bjóða börnum upp á langar setur í bíl samfleytt. Ef slíkt er óhjákvæmilegt er ráð að nota næturnar til aksturs og lágmarka þannig óþægindin af einhæfri keyrslu fyrir börnin. Börn á faraldsfæti hafa gaman af því að pæla í kortum og tímaáætlunum og aðstoða þannig hina fullorðnu við að komast leiðar sinnar. Það getur verið lærdómsríkt að kaupa gamaldags landabréf á pappír svo barnið átti sig á hlutföllum og fjarlægðum. Gerðu barnið að þátttakanda i skipulagi ferðarinnar, án þess að gera það ábyrgt.

- Einnig getur verið sniðugt að skrifa dagbók, með eða án aðstoðar foreldra, en út frá sjónarhorni barnsins. Slíkt getur verið mjög fræðandi fyrir foreldrana. Leyfið einnig barninu og hvetjið það til að taka myndir á myndavél eða síma og skoða þannig umhverfið í gegnum linsuna út frá eigin forsendum. Út úr slíkum ljósmyndaþreifingum geta komið óborganlegar myndir.

- Svo má vel láta það eftir barninu að kaupa ódýra og e.t.v. svolítið hallærislega minjagripi t.d. ísskápasegla, eitthvað sem foreldrunum dytti sennilega ekki hug að kaupa, en getur verið fjársjóður í augum barnanna og minning um skemmtilegt ferðalag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert