Vantar eitthvað úr búðinni?

Hér má búa til ýmislegt ef hugmyndafluginu er sleppt lausu. …
Hér má búa til ýmislegt ef hugmyndafluginu er sleppt lausu. Rjómaköku, rjómasúpu, pönnukökur með rjóma, rjómapasta. Svo mætti eflaust finna einhvern LK rjómakúr.

Í erli daganna hjá uppteknum fjölskyldum er oft erfitt að henda reiður á innkaupunum. Hver hefur ekki margsinnis skrifað miða til að taka með í búðina og gleymt honum heima. Eða ef munað er eftir miðanum þá er hann týndur. Eða hlaðið niður hinu annars frábæra smáforriti Wunderlist (það eru fleiri til) þar sem hægt er að skrá það sem vantar, deila milli fjölskyldumeðlima svo allir geti lesið af símanum það sem vantar. En svo þegar komið er í búðina var óvart enginn búinn að skrá neitt og snjalllausnin gagnslaus. Eða ætla að vera loksins rosa umhverfisvæn/n og hætta nota plastpoka og gleyma að setja fínu margnota pokana í bílinn. Og hver hefur ekki lent í því að taka veskið með í búðina en hafa notað kreditkortið úr veskinu til að borga eitthvað á netinu fyrr um daginn og gleymt því hjá tölvunni. Eða forðast öll innkaup eins og heitan eldinn þegar lágvöruverslanir eru opnar og neyðast svo í kvöldverslanir til að bjarga morgunmatnum daginn eftir, oft töluvert dýrara en annars.

Já, mörg er raun foreldra sem sjá um innkaupin á heimilinu. En svo er eitt í viðbót í sambandi við innkaupin og það er tilhneigingin til að kaupa sama hlutinn aftur og aftur .. og aftur, af því hann var ekki til á heimilinu í fyrra. Eða út af einhverri annarri furðuástæðu. Svo safnast upp fáránlega mikið af einhverjum stökum hlut í skápunum. Þetta getur í raun verið bráðfyndið.

Allt er til á Facebook, meðal annars hópur sem heitir Family living – the true story – Iceland og á sér hliðstæður í öðrum löndum (og ber þess vegna enskt heiti.) Í lýsingu hópsins kemur fram að þar sé vettvangur til að deila myndum af eðlilegu heimilisdrasli eða mislukkuðum reddingum sem eiga að vera tímabundnar en enda oft með því að vara árum saman. Þar segir ennfremur að ekki skemmi að skella skemmtilegum myndatexta með. Þarna er oft hægt að sjá bráðfyndnar myndir frá uppteknum fjölskyldum sem taka sig ekki of alvarlega. Einn undirflokkur hefur þróast í hópnum sem er gjarna merktur #vantareitthvaðúrbúðinni þar sem fólk deilir einmitt myndum af kjánalega mörgum eintökum af sama hlutnum. Fjölskyldan fékk leyfi til að birta nokkrar.

Pylsusinnep og malt. Frábær blanda!
Pylsusinnep og malt. Frábær blanda!
Þessi kemur frá Íslendingi í Noregi sem kann vel að …
Þessi kemur frá Íslendingi í Noregi sem kann vel að meta lifrarkæfu og steiktan lauk. Finnst þetta tvennt algerlega ómissandi inn á heimilið.
Fyrir nokkrum árum hætti Toro að selja púrrulaukssúpur á Íslandi. …
Fyrir nokkrum árum hætti Toro að selja púrrulaukssúpur á Íslandi. Þá ærðust (sumir) Íslendingar og passa síðan að láta birgðirnar aldrei klárast.
Sum krydd mega bara ekki klárast. Aldrei.
Sum krydd mega bara ekki klárast. Aldrei.
Íslenskt bygg er mjög hollt og lífrænt. En það getur …
Íslenskt bygg er mjög hollt og lífrænt. En það getur stundum vandi að finna not fyrir það þó einfalt sé að kaupa það og kaupendur fullir af góðum ásetningi.
Þegar maður kann að meta mexíkóskan mat er eins gott …
Þegar maður kann að meta mexíkóskan mat er eins gott að eiga nóg mix í matinn.
Bananir eru hollir og góðir. Best að muna að kaupa …
Bananir eru hollir og góðir. Best að muna að kaupa banana. Alltaf.
Kanill og matarsódi er algerlega ómissandi í miklu magni í …
Kanill og matarsódi er algerlega ómissandi í miklu magni í öll betri eldhús. Sérstaklega matarsódinn.
Allir foreldrar geta sofið rólegir með fulla skápa af seríosi.
Allir foreldrar geta sofið rólegir með fulla skápa af seríosi.
Þeir sem borða sushi reglulega eiga alltaf nóg af sojasósu. …
Þeir sem borða sushi reglulega eiga alltaf nóg af sojasósu. Og bara gott að hún klárist aldrei.












mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert