Töngin til bjargar

Hún er ekki sérlega aðlaðandi töngin en hún getur þó …
Hún er ekki sérlega aðlaðandi töngin en hún getur þó verið "hendurnar sem að bjarga því"

Fyr­ir skemmstu kom út bók­in Gleðilega fæðingu eft­ir Tobbu Marinós rit­höf­und, Hildi Harðardótt­ir fæðing­ar­lækni og Aðal­björn Þor­steins­son, gjör­gæslu- og svæf­inga­lækni. Í bók­inni er hul­unni er svipt af leynd­ar­dóm­um fæðing­ar­stof­unn­ar og upp­lýs­ing­ar veitt­ar um hvernig má und­ir­búa sig sem best.

Hvað er töng, hvernig lít­ur sog­klukka út, er mænurót­ar­deif­ing hættu­leg og hvernig ger­ir ég fæðingaráætl­un svo fátt eitt sé nefnt. Rann­sókn­ir sýna að góður fæðing­ar­und­ir­bún­ing­ur styrk­ir verðandi mæður, einnig þær sem þegar hafa átt barn,  dreg­ur úr kvíða og eyk­ur lík­ur á já­kvæðri upp­lif­un af fæðing­unni. 

Í bók­inni er einnig að finna áhuga­verðar reynslu­sög­ur. Sag­an hér að neðan er úr bók­inni og vek­ur verðandi for­eldra vissu­lega til um­hugs­un­ar um hvort of mik­ill tími fari í að velja út­lit á barna­her­bergið með aðstoð pin­t­erest þegar stóru mál­in eru órædd. 

„Ég var mjög ósátt við fyrstu fæðinguna mína en þá var dóttir mín tekin með töng í afar erfiðri fæðingu. Hræðsla og óöryggi helltist yfir mig í fæðingunni og fylgdi mér heim. Þetta var mitt fyrsta barn svo ég hafði enga reynslu af fæðingum eða því sem getur komið upp á. Ég hefði getað undirbúið mig mun betur og lesið mér til. Dóttir mín fékk mikla magakveisu tveggja mánaða gömul og einhvern veginn fannst mér alltaf að eitthvað hefði farið úrskeiðis í fæðingunni. Eitthvað sem hugsanlega hefði raskað líkamsró barnsins sem óx þó upp úr kveisunni og dafnaði vel.

Rann­sókn­ir sýna að góður fæðing­ar­und­ir­bún­ing­ur styrk­ir verðandi móður dreg­ur úr …
Rann­sókn­ir sýna að góður fæðing­ar­und­ir­bún­ing­ur styrk­ir verðandi móður dreg­ur úr kvíða og eyk­ur lík­ur á já­kvæðri upp­lif­un af fæðing­unni.

Nokkrum árum seinna þegar ég varð aftur ófrísk hugsaði ég sífellt út í þessa bévítans töng. Ég varð skelkuð þegar ég sá hana í fyrri fæðingunni og vildi umfram allt forðast að nota þyrfti töng aftur. Ég ræddi þetta við ljósmóður sem fletti upp fæðingarskránni minni og gat útskýrt fyrir mér að barnið hefði í raun verið hætt komið þegar ákveðið var að grípa til tangarinnar. Hugur minn til fyrri fæðingarinnar breyttist samstundis og ég áttaði mig á að þetta hefði verið það eina í stöðunni. Það þurfti ekki að nota töng í síðari fæðingunni en ég var búin undir það og með jákvæðum huga! Ljósmóðirin sem ég ræddi þetta loks við notaði líka svo fallega skýringu þegar ég spurði hvort töngin gæti hafa meitt barnið. Hún sagði: „Nei, varla nokkuð að ráði. Töngin heldur utan um andlit þess eins og hendur. Hendurnar sem ætla að bjarga því.“ Þessa skýringu þótti mér ofurvænt um.

31 árs kona, önnur fæðing

Gleðilega fæðingu er ný íslensk bók um undirbúning fyrir fæðinguna …
Gleðilega fæðingu er ný íslensk bók um undirbúning fyrir fæðinguna sjálfa og það sem fram fer á fæðingarstofunni. mbl.is/aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert