Hjólafjör í Fossvogsskóla

mbl.is/Hari

Það hefur verið líf og fjör í Fossvogsskóla undanfarna daga en Dr. Bæk hefur verið á ferðinni og boðið uppá á hjólaskoðun í skólanum. Fossvogsskóli hefur frá 2010 verið með tvo hjóladaga í skólanum á hverju vori, þar sem allir nemendur skólans koma með hjólin sín í ítarlega ástandsskoðun, leiki og þrautabrautir þannig að þetta er níunda árið sem Dr. Bæk kemur og skoðar öll hjól nemenda.

mbl.is/Hari

Fyrirkomulagið er með þeim hætti að settar eru upp nokkrar stöðvar þar tiltekin atriði eru skoðuð. Á fyrstu stöð er farið yfir hjálma og stillingu þeirra, á næstu stöð er athugað með loft í dekkjum og smurningu, síðan yfirfer Dr. Bæk hjólin og hefur nemendur 7. bekkjar með sér til trausts og halds. Þeir nemendur sem eiga hjól sem þurfa á viðhaldi að halda fá miða heim með upplýsingum um þau atriði sem huga þarf að en allir fá merki á hjólið sitt.

mbl.is/Hari

Það var álit Dr.Bike að ástand hjólanna væri almennt mjög gott og greinilegt að nemendur Fossvogsskóla bera mikla virðingu fyrir hjólunum sínum og vilja hafa þau í lagi þegar Dr. Bæk skoðar þau. Árni Freyr Sigurlaugsson, aðstoðarskólastjóri Fossvogsskóla, sem hefur haft umsjón með heimsóknum Dr. Bæk í skólanum, segir að foreldrar séu mjög ánægðir með framtakið. Það eykur öryggi barna og það virðist hafa þau áhrif að þau hugsa betur um hjólin sín en ella. Einnig þau passa þau enn betur upp á læsa þeim sem er að sjálfsögðu grunnatriði til að koma i vef fyrir þjófnað. Þó það dugi ekki alltaf til.

mbl.is/Hari

„Við hrósum þeim fyrir hjólin þeirra, það skiptir heilmiklu máli en við leggjum líka mikla áherslu á notkun hjálma. Það er reyndar alger undantekning ef nemandi kemur hjálmlaus í skólann en ef það gerist færa hann tiltal og ef það gerist tvisvar þá höldum við hjólinu eftir í skólanum og foreldrar koma og sækja hjólið. En það hefur mjög sjaldan gerst,“ segir Árni.
Eftir ástandsskoðun taka við leikir og hjólabrautir sem njóta mikilla vinsælda meðal nemenda.

mbl.is/Hari

Hér  má finna ítarlegri gátlista frá www.hjolafaerni.is sem gott er að hafa ef Dr. Bæk hefur gert athugasemdir en einnig fyrir þá foreldra sem ekki hafa notið leiðsagnar hans. Inn á Youtube er einnig hægt að finna leiðbeiningar um allt mögulegt varðandi viðgerðir á reiðhjólum. Leitarorðið er: bicycle repair.

mbl.is/Hari
Fossvogsskóli er með tvo hjóladaga í skólanum á hverju vori, …
Fossvogsskóli er með tvo hjóladaga í skólanum á hverju vori, þar sem allir nemendur skólans koma með hjólin sín til Dr. Bæk í ítarlega ástandsskoðun. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert