5 uppeldisráð Evu Maríu

Eva María Jónsdóttir leggur áherslu á fyrirmyndir, ramma, gjafir, mat …
Eva María Jónsdóttir leggur áherslu á fyrirmyndir, ramma, gjafir, mat og vini í sínum uppeldisráðum. Ófeigur Lýðsson

Eva María Jónsdóttir af mörgum kunn en hún starfar nú sem  vef- og kynningarstjóri Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún á  fjórar dætur og þrjú stjúpbörn á aldrinum sjö til 18 ára. Hér gefur hún lesendum Fjölskyldunnar fimm af sínum bestu uppeldisráðum. 

  1. Fyrirmynd. Það skiptir litlu hvað sagt er á móts við það sem gert er. Verum góðar fyrirmyndir. Þannig elur maður sjálfan sig upp um leið og börnin.

  2. Gjafir. Gefið þeim það sem fáir eða engir aðrir eru líklegir til að rétta að þeim: hugleiðslu, nudd, jóga, öndunaræfingar, gott bað með ilmolíu, gamlar sögur, kvæði, rímnabull, góð knús og gott spjall.

  3. Rammi. Börn þrá góðan og traustan ramma, sem þau geta hvílt í. Hvikið ekki frá fáum en mikilvægum reglum: sofa vel, nærast vel, lesa vel og fá útrás fyrir hreyfiþörf daglega.

  4. Matur. Leyfið þeim að prófa nýjan mat 15 sinnum og haldið orðræðunni opinni og jákvæðri. Að borða er eins og að lesa, maður þarf að kunna allt stafrófið og best er að kunna skil á öllu bragðrófinu (og kunna að meta það), því sæta, beiska, salta, sterka og súra.

  5. Vinir. Ræktið vináttu, sem er það næstmikilvægasta á eftir góðum fjölskyldutengslum. Kennið þeim að vera góðir vinir og hafið í huga það sem segir í Hávamálum um vináttuna: Veistu ef þú vin átt/þann er þú vel trúir/og vilt þú af honum gott geta./Geði skaltu við þann blanda/og gjöfum skipta,/fara að finna oft. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert