Hlaðskór - nýjasti fótabúnaður minnsta fólksins

Hlað- eða hleðsluskór eru nýjasta fótabúnaðurinn fyrir ungviði landsins
Hlað- eða hleðsluskór eru nýjasta fótabúnaðurinn fyrir ungviði landsins

Flestir muna eflaust eftir hjólaskautunum, línuskautunum, blikkskónum og rúlluskónum fyrir blessuð börnin. Þetta er hinsvegar allt skófatnaður gærdagsins því nú eru hlaðskór með skæru „led“ ljósi málið, skór sem ekki kalla á hopp og skopp til að blikka heldur skína alltaf skært á fæti barnsins rétt eins og lítil geimvera sé lent. Svo fremi sem foreldrarnir hafi munað að hlaða þá á nóttunni og kveikja á skónum í tungu þeirra.

Fjölskyldunni barst mynd af slíku pari sem  amma og afi færðu þriggja ára tátu frá útlöndum og vakti mikla kátínu. Nýjung þessi barst hingað upp á Frón með farskipunum í vetur og hefur náð nokkrum vinsældum en líklegt er Íslendingar taki nýjunginni opnum örmum eins og öðrum skemmtilegum skófatnaði, fótanuddtækjum og fleiri nýjungum.

____________________________________
Viltu senda Fjölskyldunni á mbl.is skemmtilega mynd úr daglegu lífi fjölskyldunnar? Sendu hana á dora@mbl.is eða merktu hana #FjölskyldanMbl á Instagram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert