Kanntu brauð að baka?

Um helgina gefst fyrirtaks tækifæri fyrir fjölskyldur gera eitthvað kósí …
Um helgina gefst fyrirtaks tækifæri fyrir fjölskyldur gera eitthvað kósí saman heima. Til dæmis að baka brauð því flest börn elska að baka.

Helgarveðrið fram undan lítur ekki vel út. „Suðaustan 13-20 m/s og snarpar vindhviður við fjöll, varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind“, segir á vef Veðurstofunnar. En ef lífið hendir í þig sítrónu þá býrðu til sítrónusafa, sem þýðir að um helgina gefst fyrirtaks tækifæri fyrir fjölskyldur gera eitthvað kósí saman heima. Til dæmis er upplagt að baka brauð því flest börn elska að baka og hér eru leiðbeiningar um einfaldasta brauð í heimi.

Brauðbakstur er dásamleg blanda af föndri og núvitundar slökun. Það róar að hnoða og móta brauð og bollur og fullnægir sköpunarþörf barna. Það getur verið meira spennandi að horfa inn um ofngluggann og fylgjast með framvindu bakstursins en að horfa á Hvolpasveitina. Kosturinn við brauðbakstur umfram föndur er hve spennandi það er að borða afraksturinn heitan úr ofninum með bráðnu smjöri eða eða öðru góðu viðbiti.

Það getur líka falist ágæt stærðfræðikennsla í jafnhversdagslegum hlut eins og að baka brauð. Leyfið börnunum að sjá um mælingar, þ.e.a.s. þeim sem hafa aldur til þess. Hvað er sentílíter, millilíter, líter, kvart úr teskeið, einn bolli  og svo framvegis.

Það er einfalt að baka brauð

Athugaðu að það er einfalt að baka brauð. Það skiptir engu máli þó þú hafir ekki gert það áður, það er bara mun skemmtilegra að takast á við það í fyrsta sinn og sjá árangurinn.

Meðfylgjandi er ein einfaldasta tegund af brauðdeigi sem til er. Það er einfalt að bæta við öðru mjöli, svo sem heilhveiti eða byggmjöli, eða ýmiskonar fræjum svo sem sesam eða hörfræjum og auka þannig hollustu brauðsins. En fyrir byrjendur er óþarfi að flækja málin.

Hér er einfaldasta brauðuppskrift sem til er:

  • 1 kg hveiti
  • 1,5 msk. ger (þurrger, finnst í bökunarhillum allra matvöruverslana)
  • 1,5 msk. salt
  • kvart teskeið af sykri
  • 750 ml vel volgt vatn 

Það er ágætt að taka deigið til hliðar eftir að það hefur verið hnoðað og láta það lyfta sér áður en brauðið er mótað og það er mælt með slíkum hefunartíma í flestum uppskriftum. En það er ekki nauðsynlegt og eykur flækjustigið. Þannig að í þágu einföldunarinnar er því sleppt hér.  

Brauðbakstur er dásamleg blanda af föndri og núvitundarslökun. Það róar …
Brauðbakstur er dásamleg blanda af föndri og núvitundarslökun. Það róar að hnoða og móta brauð og bollur og fullnægir sköpunarþörfinni.

Blandið vel saman hveiti og salti. Búið svo til svolitla holu í hveitinu og setja þurrgerið og sykurinn þar ofan í. Athugið að hafa bara örlítinn sykur því sætt brauð er ekkert sérlega  gott en sykurinn „kveikir í“ gerinu og gerir þannig gagn. Svo er mikilvægt að vatnið sé volgt, ca með baðhitastigi, því ef það er of kalt þá eru viðbrögðin í gerinu of hæg og ef það er of heitt getur það eyðilagt gerið. Látið svo vatnið, gerið og sykurinn vinna saman í ca 10-15 mínútur þar til það eru komnar eins og litlar sápukúlur ofan á vatnið sem nú lítur út eins og gruggugur pollur.

Á þessu stigi er baksturinn orðinn að hálfgerðri vísindatilraun fjölskyldunnar en hér má lesa á vísindavefnum hvað gerist þegar bökunarger byrjar að hefast. Brauðbakstur er nefnilega heilmikil vísindi þótt hann sé einfaldur í framkvæmd. Eftir þessa stuttu pásu má byrja að hnoða deigið saman, annað hvort í hrærivél eða í stórri skól. Bætið vatninu saman við og hrærið, fyrst með sleif og látið svo hendurnar taka við hnoðinu. Þegar það er orðið að einni heild og laust frá skálinni má taka það upp og dreifa smá hveiti á borðið og hnoða þar. Það er gaman!

Hægt er að búa til bollur, fletja og skera út tígla og setja ost og/eða skinku innan í og rúlla upp, búa til þrjár lengjur og flétta eða bara hnoða í eitt eða tvö venjuleg brauð.  Af því við ætlum að hafa þetta einfalt. Ef fólk vill skreyta brauðið með fræjum, svo sem birki-, sesam- eða graskgersfræjum, þá er best að hræra fræjunum saman við eitt egg og dreifa um brauðið með fingrunum eða pensli. En brauðið er ekkert síðra þótt því sé sleppt.

Þegar hér er komið sögu er brauðið tekið til hliðar og látið bíða í um það bil tvær klukkustundir. Það getur verið fínt að velgja ofninn í smá stund á lægsta hitastigi og setja deigið í volgan ofn til að hefast. Hann má bara alls ekki vera of heitur því þá drepst gerið. Ef ofninn er ekki notaður ekki er gott að setja hreint viskastykki yfir deigið og freista þess að halda smá velgju í því. Það er spennandi að kíkja öðru hvoru á brauðið og fylgjast með því stækka en eftir hefunartímann er brauðinu stungið í ofninn, hafi það hefast annars staðar.  Ofninn er stilltur á 200 gráður og tekur baksturinn um það bil 20 mínútur. Það getur þó verið misjafnt eftir ofnum. 

Ef þið eruð óviss þá er brauðið bakað þegar það lítur út fyrir að vera fullbakað. Einfalt!

Ef þið eruð óviss um hvort brauðið sé bakað þá …
Ef þið eruð óviss um hvort brauðið sé bakað þá er það bakað þegar það lítur út fyrir að vera fullbakað.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert