Er hægt að ferðast ódýrt á Íslandi?

Sumarið er stutt og dýrmætt á Íslandi og hálfgerð synd …
Sumarið er stutt og dýrmætt á Íslandi og hálfgerð synd að nýta það ekki til ferðalaga. Mbl.is / Ragnar Axelsson

Í veðraham síðustu daga er það ef til vill ekki sérlega spennandi hugmynd að ferðast um á Íslandi í sumar. En bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Hvort sem fjölskyldan hefur ekkert skipulagt í sumar eða að utanlandsferð er í kortunum að þá er alltaf gaman að fara í styttri eða lengri ferðir um landið. 

Íslenska sumarið er engu líkt
Íslenska sumarið er engu líkt mbl.is / Kjartan Þorbjörnsson

En það er ekki ódýrt að ferðast um Ísland. Það hafa stundum verið sett upp dæmi í fjölmiðlum sem miða við fremur dýrar leiðir til að ferðast og eiga þessar leiðir það oftast sammerkt að ferðin er þannig sett upp að fólki finnist allt annað en ferð til útlanda tæplega peninganna virði. Yfirleitt er það gisting og matur á veitingastöðum sem hleypir verðinu upp og því liggur það beint að skoða leiðir sem eru draga úr þeim kostnaði.

Hér eru nokkrar leiðir til að ferðast ódýrt um landið: 

Útilegur
Augljósasta ódýra leiðin til að ferðast um Ísland er að tjalda. Reyndar er fátt jafn ævintýralegt en íslenskar sumarnætur úti í skaplegu veðri. Jú jú, það er svolítið vesen að pumpa dýnurnar og það getur verið kalt en það má líka sofa tvær til þrjár nætur á sama stað og það er sjaldan svo kalt að góð „thermal“ undirföt og lopapeysur dugi ekki ofan í svefnpokanum. Algengt verð er í kringum 1000 krónur á hvern fullorðinn, hálft verð fyrir stálpuð börn og unglinga og ókeypis fyrir yngstu börnin. Einnig er algengt eitt verð í kringum 3000 krónur fyrir hvert tjald, fellihýsi eða tjaldvagn en rukkað aukalega fyrir rafmagn. Fyrir þá sem hafa lítið útileguúthald þá má velja góða veðurdaga í stuttri ökufjarlægð frá heimilinu. 

Það er vel hægt að finna hagstæðar leiðir til að …
Það er vel hægt að finna hagstæðar leiðir til að ferðast um landið.


Tjaldið sjálft

Fyrir þau sem ekki eiga tjald að þá er slíkur gripur auðvitað framtíðareign og hægt að fá þokkalegt fjölskyldutjald hérlendis fyrir um 25.000 krónur og uppúr.  Svo eru margir sem hafa fest kaup á fellihýsi og sambærilegum græjum að selja notuð tjöld og sjálfsagt að kanna hvað er í boði á þeim markaði. Vinir og fjölskylda eiga stundum tjaldvagna og fellihýsi sem eru ekki í stöðugri notkun yfir sumarið og eru tilbúin að lána. Einnig eru til tjaldvagna- og fellihýsaleigur en sum stéttafélög greiða niður slíka leigu þar sem ekki allir geta fengið sumarbústaði. 

mbl.is/Kristján Kristjánsson

Sumarbústaðir

Talandi um sumarbústaði stéttarfélaganna, þá er eftirspurnin yfir sumartímann meiri en framboðið og yfirleitt þarf að skipuleggja pöntun þeirra tímanlega. Hinsvegar eru þeir stundum afpantaðir þegar aðstæður breytast hjá fólki og ástæða til að skoða hvort eitthvað sé laust, oft eru lausir dagar fyrst og síðast á sumrinu. Ekki ganga út frá því að ekkert sé laust.

Innigisting
Það er minna framboð af ódýru svefnpokaplássi á gisti- og farfuglaheimilum en var fyrir nokkrum árum og oft er óverulegur munur á uppábúnum rúmum á gistiheimilum og svefnpokaplássi. Verðin eru töluvert ólík milli gisti- og farfuglaheimila (hostela) og geta líka verið breytileg hjá sama gistiheimili eftir tímabili og eftirspurn. Það er sjálfsagt að hringja og óska eftir verðtilboði í gistingu fyrir fjölskyldu og sjá hvað kemur út úr því þar sem verðin eru ekki höggvin í stein. Þeir sem ætla til dæmis að fara hringinn og tjalda flestar næturnar geta valið út nokkrar sparinætur á gistiheimilum, hótelum eða hostelum. Það er heppilegt að að ganga frá því öllu fyrirfram svo kostnaðurinn við inni-lúxus komi ekki sem óvæntur kostnaðarauki í ferðalagi. Athugið hvort einhver í fjölskyldunni sé félagi í stéttarfélagi sem býður upp á niðurgreiðslu hjá íslenskum hótelum eða gistiheimilum. Innigisting á tjaldferðalagi getur gefið fjölskyldunni nauðsynlega hvíld frá tjaldinu.

Aksturinn
Fyrir bíllausar fjölskyldur má benda á tíðar áætlanir Strætó út um allt land. Ýmis rútufyritæki eru með þéttar áætlanir þar sem Strætó fer ekki, svo sem inn á hálendi. 

Kosturinn
Það þarf svo sem ekki að segja Íslendingum að hægt sé að spara mikið með því að fjölskyldan eldi matinn sjálf. Skipuleggið ykkur vel að morgni og útbúið nesti fyrir daginn og leyfið börnunum að taka þátt í matarinnkaupum, smyrja samlokur og elda ef þau hafa aldur til. Prófið að veiða  þar sem það er í boði, það gæti hæglega verið eina skiptið þar sem börn eru beinlínis spennt yfir því að borða fisk. Eins og með innigistinguna er ágætt að skipuleggja fyrir fram að borða á veitingastöðum í x mörg skipti á ferðalaginu og vera búin að reikna þann kostnað inn í heildarkostnaðinn. Það hafa sprottið upp fjölmörg sjarmerandi veitinga- og kaffihús á landsbyggðinni á sl.

Afþreyingin

Safnið fjöllum!
Þau þurfa ekki að vera stór og merkileg en það er fátt sem sameinar fjölskylduna betur en ganga upp á fjall, fell eða bara stóran hól. Slíkar göngur fela í sér hreyfingu, útsýni, ótrúleg afrek og gleði. Ekki síst ef gott nesti er með í för. 

Íslendingar hafa aðgang að 165 sundlaugum hérlendis. Hvað hefur þú …
Íslendingar hafa aðgang að 165 sundlaugum hérlendis. Hvað hefur þú prófað margar? Mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ein sundlaug á dag!
Á Íslandi eru 165 sundlaugar, þar af 145 á landsbyggðinni, jafn ólíkar og þær eru margar.  Hvað hafið þið heimsótt margar?

KOTBÝLI kuklarans, er hluti af Galdrasýningunni á Ströndum.
KOTBÝLI kuklarans, er hluti af Galdrasýningunni á Ströndum. Þorkell Þorkelsson

Söfn og sýningar
Á Íslandi hefur söfnum og sýningum fjölgað gríðarlega á undanförnum árum og áratugum. Þær kunna að vera mis áhugaverðar fyrir börn en sýningar eins og Galdrasafnið á Hólmavík, Skrímslasetrið á Bíldudal, Draugasetrið á Stokkseyri, Hvalasafnið á Húsavík, Steinasafn Petru á Fáskrúðsfirði eru dæmi um söfn og sýningar sem höfða til fjölskyldna. Einnig bjóða fjölmargir ferðaþjónustubændur upp á afþreyingu; svo sem að kynnast má dýrunum á bænum og þiggja veitingar - beint frá býli. 

Stangveiði

Veiðikortið er ekki dýrt og gefur fjölskyldunni kost á að veiða í fjölmörgum vötnum hérlendis. Svo er gaman að renna fyrir fisk víða í höfnum út á landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert