Barnaherbergið sem Khole Kardashian hannaði fyrir litlu True

mbl.is/AFP

Khloe Kardashian sýndi nýlega fyrstu myndina af barnaherbergi dótturinnar sem hlotið hefur nafnið True Thompson, en það lítur út fyrir að mamman hafi fengið lánaðar hugmyndir og innblástur frá eldri systrum sínum þegar hún innréttaði herbergið.

Hún segist vera afar hrifin af Vetro barnarúminu sem er úr plexigleri og því gegnsætt. „Það er kvenlegt en samt svalt sem er hluti af hughrifunum af herberginu. Kim notar sama rúm og ég held það rúmið sé hluti af hönnun sem hún er hrifin af,“ skrifaði Khloe á Instagram.

„Hún var verndarengillinn minn meðan á meðgöngunni stóð og hefur verið mjög hjálpleg og hvatt mig áfram. Við erum svipaðar mömmur og höfum verið mjög nánar að undanförnu," segir Khloe. 

Kim notaði Vetro plexigler barnarúmið fyrir börnin hennar þrjú. Fyrir utan að vera falleg hönnun og nútímaleg þá segir Khloe að vera mikinn kost að rúmið sé gegnsætt svo hægt sé að fylgjast með barninu gegnum rúmið. 

True Thompson er fyrsta barn Khloe og fæddist hún 12. apríl sl. en barnsfaðirinn er kærasti hennar, körfuboltakappinn Tristan Thompson. Khloe, ásamt öllu Kardashian klaninu reiddist Tristan mjög þegar hann hann hélt framhjá henni skömmu fyrir fæðinguna. Fjölskyldan tók hann af samfélagsmiðlum til að sýna Khloe stuðing sinn og hótaði afi True að lemja pabbann en þó virðist sem sem hin unga móðir hafi fyrirgefið hinum svikula föður og sæst við hann. Vonandi mun litla fræga fjölskyldan eiga ljúfar stundir í fallega, bleika barnaherbergi True litlu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert