Má barnið éta mold?

Sjálfsagt er hægt að ofgera öllu en rannsóknir sýna aðgangur …
Sjálfsagt er hægt að ofgera öllu en rannsóknir sýna aðgangur barna að óhreinindum og drullu sé beinlínis heilsusamlegur fyrir þau. mbl.is/Thinkstockphotos

Nýjar rannsóknir sýna að með því drepa allar örverur í kringum okkur með allskyns sótthreinsandi efnum, sápum og sýklalyfjum höfum við að neikvæð áhrif á ónæmiskerfi barnanna okkar segir örverufræðingurinn Marie-Claire Arrieta meðhöfundur nýrrar bókar sem heitir: Leyfið þeim að éta óhreinindi / Björgum börnunum okkar frá ofhreinsaðri veröld (e. Let Them Eat Dirt: Saving Our Children from an Oversanitized World.)

Hún færir rök fyrir því að nútímaforeldrar ali börnin sín upp í hreinni og sótthreinsaðri veröld en nokkru sinni áður og stuðli þannig að fjölda sjúkdóma og langvarandi veiklun; allt frá ýmiskonar ofnæmi til astma og offitu.

Arrieta segir að helsta ástæðu þess að hún og örverufræðingurinn Brett Finlay skrifuðu bókina vera þá að þau hafi rannsakað meltingarvegi fólks og þær örverur sem þar lifa í mörg ár. Rannsóknir þeirra sýna að tilvera þessara örvera snemma í lífi einstaklinga er afar mikilvæg fyrir heilsu fólks síðar í lífinu. „Við erum ekki bara vísindafólk, við erum líka foreldrar og töldum að aðrir foreldrar og umönnunaraðilar gætu notið góðs af þessari vitneskju,“ segir Maire Clarie í viðtali við The Star. 

mbl.is/Thinkstockphotos

Við fréttum reglulega að ofnotkun sýklalyfja geti leitt til sýklalyfjaóþols, ástand sem gjarna er tengt öldruðum og öðrum sem hafa veikara ónæmiskerfi en þeir sem eru fullhraustir, en okkar skoðun er sú að að afleiðingarnar eru mjög einstaklingsbundnar og að tengsl milli örvera og þróun ónæmiskerfis í æsku hafi ekki verið fullrannsökuð. 

Arrieta segir að þegar við fæðumst höfum við engar örverur í meltingarveginum og að ónæmiskerfið sé vanþróað. En um leið og örverurnar taka sér bólfestu í líkamanum þá fer ónæmiskerfið í gang eins og það var hannað til að gera. Ef hinsvegar líkama ungra barna er haldið í of miklu magni frá örverum þá er ræsist ónæmiskerfið ekki eins og því var ætlað.

Hún segir að það sé ekki bara tilvera örveranna sem skiptir máli heldur einnig framleiðsla þeirra. Þær framleiða sameindir og efni sem tengjast beint við frumur í þarmaveggjum líkamans og einnig við ónæmisfrumur sem einnig eru að stórum hluta staðsettar í þörmunum. Þessi efni sjá um að þjálfa ónæmisfrumurnar til varna. Þannig fær ónæmisfruman þau skilaboð hvað hún eigi að gera, það er að segja hún fær skilaboðin eingöngu ef örverur verða á vegi hennar til að koma þessum mikilvægu skilaboðum áleiðis. Þá fá þessar frumur í þörmunum þá færni sem þær þurfa til að færast til annarra staða í líkamanum til að þjálfa sig enn betur til varna gegn sjúkdómum og sýkingum.

mbl.is/Thinkstockphotos

Tíðni hnetuofnæmis hefur til dæmis aukist til muna en í bókinni ert talað um hreinlætistilgátuna (e. hygiene hypothesis) sem gerir tilraun til að útskýra af hverju ofnæmi, bólgusjúkdómar en líka mögulega offita og einhverfa eru ástand og sjúkdómar hvers tíðni hefur aukist verulega, sem ekki er hægt að útskýra með erfðafræðilegum breytum. Erfðir breytast einfaldlega ekki svona hratt. Skv. bók Marie Clair og Finley sýna rannsóknir að þessi lífsstílstengda breyting, þ.e. minni tengsl örvera við ónæmisfrumur í þörmum snemma á lífsleiðinni, valda aukinni tíðni þessara sjúkdóma. Þessi mikilvægu tengsl snemma á lífsleiðinni eru nauðsynleg til að þjálfa ónæmiskerfið í ungum börnum og koma í veg fyrir þessa sjúkdóma sem eru taldir hér upp að ofan.

En hvað geta foreldrar gert til að efla ónæmiskerfi barna sinna og minnkað líkurnar á ofnæmi, astma og fleiri kvillum. ?

Niðurstöður faraldsfræðilegra rannsókna benda til þess að börn sem vaxa upp í í sveit fái sjaldnar astma en en auðvitað geta ekki allir bara orðið bændur sisona. Þessar niðurstöður gefa þó vísbendingu um að óhreinna umhverfi, alla vega minna sótthreinsað, sé betra fyrir börn. Einnig er það betra að börn umgangist gæludýr með nánum hætti, til dæmis hunda og ketti. 

Rannsóknir sýna að börn sem alast upp í sveit er …
Rannsóknir sýna að börn sem alast upp í sveit er síður hætt við að fá astma en öðrum börnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsóknir hafa einnig sýnt að með því að dauðhreinsa allt sem fer upp í munn barnsins aukast líkurnar á astma. Þannig er betra að skola snuð í munni foreldris en að sjóða það í potti eða dauðhreinsa með öðrum hætti. Allt þetta bendir til þess að umhverfi barnanna okkar sé einfaldlega of hreint og sótthreinsað. Það er beinlínis til ógagns hversu að allt sé alltaf spikk og span.

Þau taka þó fram að almennt hreinlæti sé af hinu góða, svo sem að þvo sér eftir hendur eftir klósettferðir og áður en sest er til borðs til að matast, þar sem almennt hreinlæti getur komið í veg fyrir smitsjúkdóma. Þar fyrir utan er það ekki nauðsynlegt. Þannig að ef barnið þitt að er að búa til drullukökur og bora í nefið á sama tíma að þá er engin ástæða til að fara á límingunum. Það þarf að einfaldlega að vera jafnvægi á milli þess að koma í veg fyrir sýkingar, sem eru vissulega heilsufarsleg ógn, og aðgang náttúrulegra örvera að líkamanum sem eiga svo stóran þátt í að efla ónæmiskerfið.


Grein þessi er unnin upp úr viðtali við Claire Arrieta í The Star

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert