Er sipp í lagi fyrir og eftir fæðingu?

Sipp er frábær hreyfing sem getur styrkt grindarbotninn eftir fæðingu …
Sipp er frábær hreyfing sem getur styrkt grindarbotninn eftir fæðingu en setur um leið mikið álag á grindarbotninn sem er oft slakur eftir fæðinguna. mbl.is/Thinkstockphotos

Sipp er frábær hreyfing sem getur styrkt grindarbotninn eftir fæðingu en setur um leið mikið álag á grindarbotninn sem er oft slakur eftir fæðinguna sem og grindin sjálf.  Það getur verið betra að byrja á því að gera grindarbotnsæfingar fyrst. Ef það virkar vel og þú getur spennt vöðvana vel og ert viss um að grindin sé í lagi er óhætt að byrja að sippa.  Mundu bara að spenna grindarbotninn allan tíman sem  þú sippar. Einnig er gott að hafa í huga, rétt eins og með hlaup, að það er til ýmis  konar sipp, hratt og hægt, mikið og lítið. Eftir fæðingu er mikilvægt að byrja hægt og vera viss um að þér lífið vel eftir en gefa frekar í eftir því sem líður á. Það er talað um að líkaminn sé um sex vikur að jafna sig eftir fæðingu en ef þú ert hress og allt virkar eins og á að gera er ekki endilega ástæða til að bíða. Líkamar kvennar eru jafn ólíkir og þeir eru margir. 

mbl.is/Thinkstockphotos

Þegar kona er ólétt er mjög persónubundið hversu erfiðar æfingar hún getur stundað á meðgöngu. Margar hraustar konur stunda stífa líkamsþjálfun alla meðgönguna en yfirleitt er æskilegt að trappa niður ákafann þegar líðar tekur á meðgöngu, fyrir þær sem annars stunda stífa þjálfun. Létt sipp er í raun ekki ósvipað skokki og því ætti að vera hægt að sippa létt áfram á meðgöngu, og ef til vill skemur en áður. Of mikill ákafi í hoppinu getur komið óæskilegu álagi á leghálsinn sem mögulega gæti flýtt fyrir fæðingu. Ef konur eru í vafa er best fyrir þig að hafa ljósmóður sína með í ráðum í þessu máli.

Ráðgjöf þessi er fengin og samvinnuð af vefjunum Ljósmóðir.is og Doktor.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert