„Eins og eitt af okkar börnum“

Kristinn Gestsson og Jóhönna Vilhjálmsdóttir, styrktarforeldar Shwetu í Nepal
Kristinn Gestsson og Jóhönna Vilhjálmsdóttir, styrktarforeldar Shwetu í Nepal mbl.is/SOSbarnaþorp

SOS Barnaþorpin eru stærstu einkareknu barnahjálparsamtökin í heiminum sem sérhæfa sig í að útvega munaðarlausum og yfirgefnum börnum heimili, foreldra og systkini. SOS Barnahjálp voru stofnuð í Austurríki í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar árið 1949. Auk þess að reka yfir 500 barnaþorp um allan heim standa SOS Barnaþorpin, sem rekin eru óháð trúarbrögðum,  fyrir umfangsmiklu forvarnarstarfi sem kallast Fjölskylduefling SOS. 

Starfsemi samtakanna á Íslandi miðar að því að afla styrktaraðila fyrir hjálparstarf samtakanna í yfir 100 löndum í Mið- og S-Ameríku, Afríku, Asíu og A-Evrópu. Einnig er þjónusta við styrktaraðila stór og mikilvægur þáttur í starfseminni hér á landi. Að baki samtakanna á Íslandi stendur stór hópur fólks.

Kvikmyndagerðarkonan Þóra TómadóttirHGestsson, styktarforeldri hennar á Íslandi og hér má sjá afraksturinn í meðfylgjandi myndskeiði sem birtist fyrst á vef SOS Barnaþorpa. 

SOS barnaþorpið Kavre er skammt frá Kathmandú, höfuðborg Nepal. Þar búa um 140 börn með SOS fjölskyldum og fá tækifæri til að mennta sig og alast upp. Nokkur þeirra fá hjálp frá íslenskum styrktarforeldrum og meðal þeirra er hin 15 ára Shweta.

„Hún er í rauninni eins og eitt af okkar börnum. Þó að við séum ekki með hana í fanginu eða hún alist ekki upp með okkur dags daglega.“ segir Kristinn sem ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu S. Vilhjálmsdóttur, styrkir Shwetu.

„Þetta er seinnilega þriðja stúlkan sem við styrkjum. Þessa stúlku erum við búin að vera að styrkja frá því hún var sennilega 10 ára. Þegar ég fór út í þetta á sínum tíma þá fannst mér þetta vera ágætis leið til þess að leggja eitthvað til í stórum svöngum heimi. Ég hef alltaf trúað því að menntun sé lykillinn að öllum framförum. Ekki síst fyrir fólk í svona stöðu þar sem fátækt og fáfræði er mikil.“ segir Kristinn.

Shweta segir að hún hafi það mjög gott í þorpinu. „Það er gott að alast upp í þessu þorpi. Ég á níu yngri bræður og systur og tíu eldri bræður og systur. Fólkið í þorpinu hjálpar mér á alla mögulega vegu sem þau geta. Við fáum góða menntun og lifum heilsusamlegu lífi. Við fáum gott uppeldi og eignumst góða vini og eigum góða fjölskyldu að.“ segir Shweta.

Innslagið má sjá hér fyrir neðan og um leið bendum við fólki á að hér á heimasíðu SOS er hægt er að gerast styrktarforeldri, barnaþorpsvinur, fjölskylkduvinur eða gefa annars konar framlög.

Viðtalið við Kristinn og  Jóhönnu á vef SOS Barnaþorpanna
_______________________________________

Næstkomandi laugardag, þann 2. júní frá klukkan 10:00 til 13:00 koma fjölskyldur og vinir saman í Hádegismóum til að skilja eftir sig fótspor með því að ganga eða hlaupa hringinn í kringum Rauðavatn í samstarfi SOS Barnaþorpa og útvarpsstöðvarinnar K100. Þáttugjaldið er vel með farið íþróttaskópar, enda er til­gang­urinn að safna íþrótta­skóm fyr­ir börn og ung­menni Barnaþorpa SOS í  Níg­er­íu. Allir eru velkomnir og krakkarnir sem mæta fá glaðning. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert