Lesum, bökum og njótum

mbl.is/​cra­ving­sofalunatic.com

Fjölskyldan á mbl.is er í samstarfi við Menntamálastofnun vegna læsisdagatals í sumar, sem er ætla að hvetja börn til að lesa reglulega, líka í sumarfríinu enda hafa ýmsar rannsóknir sýnt fram á mikilvægi þess að börn taki ekki löng lestrarhlé.

Aðstandendur lestrarátaks Menntamálastofnunar leggja til að foreldrar baki með barninu m.a. til að aðstoða það við lesturinn og auka lestrarskilning þess.

Það tekur lengri tíma að baka með barni heldur en án aðstoðar þess. Gefum okkur tíma í að lesa uppskriftina með barninu, tala við barnið og kanna hvort það skilji það sem það les. Til að auka orðaforða barnsins er gott að orða hluti og athafnir við baksturinn: „helltu í mælikönnuna, vigtaður hveitið“, o.s.fr. Leyfum barninu að vigta og mæla þó eldhúsið fari á hvolf því það er ferlið og upplifunin sem skiptir öllu máli.

mbl.is/​cra­ving­sofalunatic.com

Ef barnið er ekki farið að lesa þá er samt tilvalið að lesa uppskriftina með barninu. Foreldrar eru sterkar fyrirmyndir í lífi barna sinna og þau börn er sjá foreldra sína lesa og upplifa lestur sem hluta af daglegu umhverfi læra frekar að njóta lestrar.

Fjölskyldan á mbl.is og Menntamálastofnun minna á sumarlæsisdagatalið sem er einnig gefið út á ensku og pólsku.

Fréttin á síðu Menntamálastofnunar

Hér eru nokkrar stórniðuguar fjölskylduuppskriftir sem duga til að aðstoða við bæði lestur og kökugerð: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert