Læra að þekkja tilfinningar

Börnin á Furugrund lærðu m.a. á tilfinningar sínar í jóga, …
Börnin á Furugrund lærðu m.a. á tilfinningar sínar í jóga, en í leikskólanum starfa tveir jógakennarar. Erlendir kennarar í heimsókn fylgdust með aðferðum kennaranna á Furugrund og höfðu gagn og gaman af.

Mikið er um að vera í leikskólanum Furugrund í Kópavogi um þessar mundir, en skólinn tekur nú þátt í Evrópuverkefni um tilfinningagreind í samstarfi við erlenda grunn- og leikskóla.

Nýverið komu í heimsókn 23 kennarar skóla í sjö löndum, Búlgaríu, Ítalíu, Kýpur, Norður-Írlandi, Portúgal, Póllandi og Spáni.

Halla Jónsdóttir, umsjónaraðili verkefnisins og kennari á Furugrund, segir mikinn lærdóm mega draga af samstarfinu. „Þessi þáttur í uppeldi er að verða mikilvægari, maður sér það í umræðunni hjá foreldrum. Fólk er að opna augun fyrir því hvað þetta skiptir miklu máli upp á sjálfsöryggi barnanna,“ segir hún. „Við teljum að þetta gagnist öllum nemendunum í lífinu. Þetta styrkir þá sem einstaklinga og eflir þá í samskiptum,“ segir hún í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Sjá samtal við Höllu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert