Ráð sem bæta kynlíf eftir heimsókn storksins

Kynlífið, rétt eins og ýmislegt annað, mætir ekki alltaf forgangi …
Kynlífið, rétt eins og ýmislegt annað, mætir ekki alltaf forgangi eftir að storkurinn hefur kíkt í heimsókn. mbl.is/thinkstockphotos

Það getur verið töluverð áskorun fyrir pör að sinna ástarlífinu þegar storkurinn er nýbúinn að koma í heimsókn. BabyCenter vefurinn fékk nýlega nokkur góð ráð frá konum sem voru nýbúnar að eignast barn og öðrum reynslumeiri sem höfðu bætt við litlu kríli í barnahópinn. Að vísu falla sum ráðin ekki endilega að íslenskum veruleika, til dæmis er ekki oft sem lautarferð í garðinn gagnast í rómantískum tilgangi og hér er sjaldnast gert ráð fyrir því að feður taki feðraorlof. En þó er líklegt að einhver þessara ráða komi að góðum notum fyrir pör sem ekki hafa fundið sinn takt eftir að nýtt barn mætti á svæðið. 

1. Það koma fleiri staðir til greina en svefnherbergið
Áður en við eignuðumst barn höfðum við vanið okkur á að stunda einungis kynlíf í svefnherberginu. En nú sefur barnið þar og þess vegna höfum við prófað sófann, sturtuna og skrifstofuna mína. Þetta er allt saman mun meira spennandi en hjónarúmið.                        - Karen

2. Spólað til baka
Kynlífið er núna eins og það var þegar við vorum að kynnast. Við stundum kynlíf nokkurn veginn hvar sem er í húsinu, svo við vekjum ekki barnið. Bara rosa stuð!
- Sophie

3. Endurskilgreinið kynlífið
Við höfum komist að því að við höfum ekki þann tíma fyrir hvort annað sem við höfðum áður. Kynferðisleg atlot er okkur báðum mjög mikilvæg þannig að þegar við hittumst kyssumst eða snertum hvort annað. Það minnir okkur á að við erum ekki bara foreldrar heldur líka par. 

Louise

4. Fylgist bara með
Ef ég er of þreytt til að sinna kynlífi þá horfi ég á manninn minn fullnægja sjálfum sér. Honum finnst það æsandi og mér finnst það skemmtilegt að fylgjast með því hvernig það æsir hann að ég horfi á. Stundum dugar það til að koma mér af stað. 

- Rosie

5. Virkni um helgar
Ég reyni að nýta svefntíma barnsins míns yfir daginn til að hvílast sjálf eða sinna húsverkum. Hinsvegar nýti ég þennan tíma um helgar eins og ég get til að njóta líkamlegra samvista með manninum mínum.
- Jamie

mbl.is/thinkstockphotos

6. Daglúrarnir redda
Daglúrar krílisins hafa bjargað kynlífi okkar hjá hjóna. Ég er of þreytt þegar við förum í háttinn á kvöldin en sunnudagseftirmiðdagar henta okkur mjög vel.
- Lisa


7. Spjalla fyrst, kynlíf svo
Með smá aðstoð frá góðu víni og kertaljósum tölum við saman um dagana sem við áttum áður en við eignuðumst son okkar. Það minnir okkur á líf okkar sem pars áður en við urðum foreldrar og fyrr en varir erum við farin að stunda kynlíf eins og áður.
- Lucy

8. Reddið pössun og farið út!
Ég og kærastinn minn höfum komið á skipulögðum stefnumótakvöldum. Við förum út að borða alla miðvikudaga eða í bíó og högum okkur eins og þegar við kynntumst fyrst. Við erum oftast í góðum gír fyrir kynlíf þegar við komum heim eftir slík kvöld.
- Sarah

9. Barnaspjall bannað þegar við fáum pössun
Við flýjum húsið og bönnum allt tal um börnin. Það hefur hjálpað mikið til í kynlífinu. Við fáum foreldra mannsins mín til að passa og förum í lautarferð eða í drykk á næstu krá og reynum bara að njóta félagsskapar hvors annars. Í kjölfarið endum við oft upp í rúmi þegar heim kemur.
- Chloe

mbl.is/thinkstockphotos


10. Látið ekki ungbarnið trufla
Strax eftir að við eignuðumst dóttur okkar gerðum við ráð fyrir að við gætum ekki stundað kynlíf í sama herbergi og hún. Sem var ekki auðvelt því rúmið hennar er alveg upp við okkar rúm. Eftir dágóðan kynlífslausan tíma ákváðum við að þetta væri bara vitleysa. Ungabarnið skilur ekkert hvað er í gangi og mun ekki dæma gjörðir okkar í rúminu. Svo við höldum bara okkar striki meðan hún er þetta lítil.
- Helen

11. Áður liðu margar vikur á milli
Við vorum vön að stunda bara kynlíf þegar sonur okkar svaf heima hjá ömmu og afa. Það gat þó þýtt að margar vikur liðu á milli svo við hugsuðum málið upp á nýtt og nú stundum við kynlíf hvenær sem okkur langar, jafnvel þó sá stutti er sofandi inní herberginu hjá okkur. Hann hefur enga hugmynd um hvað er í gangi en við hjónin er mun meira náin fyrir vikið. - - - Laura

12. Hækkið upp í hitanum
Fyrst eftir að við eignuðumst litla krúttið okkar reyndi ég mikið að færa kynlíf okkar hjóna í það ástand sem það var áður meðan við vorum barnlaus. Við vorum yfirleitt bæði algerlega búin á því en ég gerð mitt besta til að æsa hann upp. Ég hringdi í hann í vinnuna með dónatal og sendi honum skilaboð um hvað ég ætlaði að gera við hann eftir að hann kæmi heim. Það virkaði mjög vel.
- Kara

13. Litlu rómantísku atriðin
Mér fannst ég ekki vera kynþokkafull lengur eftir að ég eignaðist son minn.  Mér fannst útilokað að vera móðir á einum tíma og svissa yfir í að vera kynvera. Kærastinn minn hjálpaði mér að komast yfir þetta með rómantík. Hann skildi eftir litla miða um allt  hús, lét renna í bað fyrir mig og þvoði á mér hárið. Hann minnti mig reglulega á af hverju ég varð ástfangin af honum og af hverju ég nýt þess að sofa hjá honum.
- Claire

14. Kynlíf út úr myndinni í langan tíma
Það er töluvert aldursbil á milli barnanna okkar tveggja og til að vera hreinskilin að þá var kynlíf algerlega út úr myndinni í langan tíma og ég hafði gleymt því hversu mikið ég naut þess. Maðurinn minn var farinn að ásaka mig um að vera ekki hrifinn af sér lengur og mér fannst hann ráðast að mér og ég var enn minna tilbúin fyrir vikið. Hinsvegar breytti hann smám saman um taktík og og byrjaði að segja mér hversu mjög hann saknaði mín, kossa minna og að ég væri nálægt honum líkamlega. Ég fann þá að ég saknaði þessa sama og í kjölfarið batnaði kynlíf okkar hjóna verulega.
- Becky

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert