Kátt á Solstice í dag – Myndir

mbl.is/Dóra

Hin árlega sólstöðuhátíð í Laugardalnum, Secret Solstice, stendur nú sem hæst. Fjöldi tónlistarmanna, hljómsveita og plötusnúða af ýmsum tegundum hafa komið fram og eiga eftir að koma fram í kvöld og á morgun. Tónlistin dunar, gestirnar njóta, sumir íbúar sem búa í nágrenni við dalinn kvarta en aðrir fagna nálægðinni við taktfasta tónanna.

mbl.is/Dóra

En einn er sá angi hátíðarinnar sem ekki hefur verið áberandi og það er barnasvæðið Kátt á Solstice en frítt er fyrir gesti hátíðarinnar 10 ára og yngri. Metnaðarfull dag­skrá hef­ur verið skipu­lögð í sam­starfi við Kátt á Klambra sem hafa vakið mikla at­hygli fyr­ir skemmti­lega viðburði fyr­ir börn og for­eldra á Klambra­túni. 

mbl.is/Dóra

Meðal þess sem fjöl­skyld­ur geta tekið sér fyr­ir hend­ur er fjöl­skyldujóga, krakka-rave og kennsla í starfi beat­box-lista­manna. Sápu­kúl­ur eru á boðstól­um og aðrir viðburður á borð við þrauta­braut, ung­barna­svæði og leik­ir og fjör með Húlludúll­unni. Fjölskyldan á mbl.is kíkti á Kátt á Solstice í dag og tók meðfylgjandi myndir. Börn og fullorðnir skemmtu sér hið besta. Inn á milli komu svolitlar dembur, sem er ekkert sem þokkalegur pollagalli vinnur ekki á því veður var annars milt notalegt.

mbl.is/Dóra
mbl.is/Dóra
mbl.is/Dóra
mbl.is/Dóra
mbl.is/Dóra
mbl.is/Dóra
mbl.is/Dóra
mbl.is/Dóra
mbl.is/Dóra
mbl.is/Dóra
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert