Lauk stúdentsprófi 13 ára gamall

mbl.is/thinkstockphotos

Mörg þýsk ungmenni hafa nýlega lokið stúdentsprófum, rétt eins og íslensk ungmenni. Meðalaldur íslenskra ungmenna sem útskrifast úr framhaldsskólum fer lækkandi með styttingu námsins en þýsk ungmenni eru yfirleitt um 18 eða 19  ára þegar þau útskrifast.

Nema Jonathan Plenk, hann er nú orðinn stúdent og aðeins 13 ára gamall. Hann var farinn að skrifa, lesa og reikna aðeins fjögurra ára gamall. Hann tók grunnskólann á mettíma enda byrjaður tveimur árum á undan jafnöldrum sínum og hefur nú lokið námi í menntaskóla. Hann lauk hins vegar náminu ekki með bestu einkunn, heldur 2,0 eins og kerfið er í Þýskalandi en það er af því Jonathan segist bara læra kvöldið fyrir próf. Í Gautinger Otto-von-Taube menntaskólanum þaðan sem hinn ungi stúdent útskrifaðist er sérstakt námstig fyrir afburðanámsmenn en skólastjórinn, Sylke Wischnevsky, hefur aldrei upplifað að stúdentar útskrifist 13 ára gamlir.

Jonathen Plenk lauk stúdentsprófi 13 ára
Jonathen Plenk lauk stúdentsprófi 13 ára mbl./skjáskot

Of ungur til að læra erlendis

Eins og margir aðrir menntaskólanema vill Jonathan helst af öllu eyða einu námsári í útlöndum en ungur aldur hans kemur í veg fyrir það. Í samtali við þýska vefritið Merkur sagðist hann helst vilja læra stærðfræði í framtíðinni. „En vegna þess að ég vil líka njóta þessa að vera háskólanemi með jafnöldrum mínum lagngar mig að bæta við annarri háskólagráðu eftir stærðfræðina.


Nú í sumarbyrjun starfae Jonathan í kirkjunni í bænum sínum ásamt öðrum ungmennum en hann er líka liðtækur tennisspilari en spilar einnig á píanó og æfir amerískan fótbolta. Að auki á hann stóran vinahóp þannig að nú getur hann  sinnt áhugamálum sínum af meira kappi eftir að menntaskólanáminu lauk.

Aðeins eitt vandamál eftir útskriftina

Eftir stúdentspróf er aðeins eitt vandamál óleyst en það snýr að hugbúnaðinum sem heldur utan um upplýsingar um nemendur. Þar er einfaldlega ekki hægt að skrá ungan aldur Jonathans inní kerfið. Því hefur verið brugðið á það ráð að falsa fæðingarár hans á einkunnablöðunum og sendur þar að hann sé fæddur árið 2000 og ekki árið 2004 en Jonathan er bjartsýnn á að lausn finnist og þetta verði leiðrétt.

Grein þessi er unnin upp úr frétt í Merkur.de

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert