Öðruvísi gjafir fyrir nýbakaða foreldra

Þegar nýtt barn er komið í heiminn tekur við nýr …
Þegar nýtt barn er komið í heiminn tekur við nýr kafli. Fyrstu mánuðir eftir fæðingu geta verið strembnir og þá eru góð ráð stundum dýr. Hér fyrir neðan eru fimm hugmyndir að óhefðbundnum gjöfum fyrir nýbakaða foreldra, sem geta auðveldað þeim lífið Ljósmynd/Thinkstockphotos

Þegar nýtt barn er komið í heiminn tekur við nýr kafli. Fyrstu mánuðir eftir fæðingu geta verið strembnir og þá eru góð ráð stundum dýr. Hér fyrir neðan eru fimm hugmyndir að óhefðbundnum gjöfum fyrir nýbakaða foreldra, sem geta auðveldað þeim lífið:

1. Svæðanudd

Að halda á iðandi barni allan daginn getur vissulega verið þreytandi. Ákveðið svæðanudd getur því verið afar kærkomið. Með góðu nuddi má örva vissa taugaenda í höndum og fótum og stuðla þannig að líkamlegri vellíðan.

2. Lostæti

Eftir að hafa eytt síðustu 40 vikum í að grandskoða innihaldslýsingar matvæla, getur verið ansi ljúft að gæða sér á hvers kyns lostæti. Bragðmiklir og sérlagaðir ostar eru hvers manns hugljúfi. Þá má einnig gefa gott súkkulaði eða hvað svo sem foreldrarnir kunna best við.

 3. Annars konar skemmtun

Þar sem nýbakaðir foreldrar koma til með að vera mikið heima við, geta hugmyndir að ýmiss konar afþreyingu verið kærkomnar. Vandaðar þáttaraðir eða kvikmyndir eru fínasta skemmtun meðan barnið er á brjósti. Einnig er sniðugt að mæla með góðri bók eða bjóða upp á áskrift að þeirra uppáhaldstímariti.

4. Snyrtivörur 

Vandaðar snyrtivörur geta gert gæfumun. Að vera með ungbarn getur verið afar bindandi og oft gefst lítill tími í annað. Þá getur verið gott að eiga til þurrsjampó, fallegan varalit eða kinnalit – eitthvað til að lyfta sér upp. 

5. Dásamlega mjúk bómullarnáttföt/sloppur

Eitthvað sem er létt og auðvelt að bregða sér í, en að sama skapi eitthvað sem þarf ekki að fara í sérstaka hreinsun – eitthvað sem má hæglega henda í þvottavélina þegar það verður skítugt. 

Grein þessi er unnin ur vefritinu Cupofjo

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert