10 hlutir sem svefnvana foreldrar hafa gert

Svefnvana foreldrar hafa gert ótrúlegustu hluti sem beina afleiðingu af …
Svefnvana foreldrar hafa gert ótrúlegustu hluti sem beina afleiðingu af svefnleysinu. mbl.is/thinkstockphotos

Nýlega birtist hér á fjölskylduvef mbl.is frétt um niðurstöður rannsókna um svefn og svefnleysi nýbakaðra foreldra, sjá hér. Í sömu rannsókn voru birtar tíu játningar svefnvana foreldra. Samkvæmt rannsókninni viðurkenndu átta prósent foreldra að hafa gleymt nafni barnsins sem afleiðingu af svefnleysinu en þau viðurkenndu líka eftirfarandi afglöp:

mbl.is/thinkstockphotos

10 hlutir sem svefnvana foreldrar viðurkenna að hafa gert:

  1. Ég gaf barninu mínu spaghetti bolognese í morgunmat og fannst vera kominn kvöldmatur.

  2. Ég týndi tekatlinum eitt sinn og fann hann inni í ísskáp hjá mjólkinni.

  3. Ég setti einu sinni kattamat í þvottavélina í staðinn fyrir þvottaduft.

  4. Ég setti snyrtivörur inn í ísskáp og ekki inn á baðherbergi og lét svo mjólkina í ofninn.

  5. Ég setti mjólkurpelann upp að eyrum barnsins.

  6. Notaði blandaða þurrmjólk í teið mitt.

  7. Gekk berfætt út í búð.

  8. Ýtti vagninum út um dyrnar en hafði gleymt að setja barnið í vagninn.

  9. Ég gleymdi bílnum mínum í gangi í vinnunni allan daginn.

  10. Ég sofnaði standandi upp við vegg í eldhúsinu heima hjá mér.

Frétt þessi er unnin upp úr The Independent

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert