Fyrsta skólaári Georgs prins lokið

Karlotta prinsessa fylgist með, Savannah Phillips frænka systkinanna sussar á …
Karlotta prinsessa fylgist með, Savannah Phillips frænka systkinanna sussar á Georg Prins sem virðist þó ekki taka mikið mark á umvöndunum frænku sinnar. Myndin var tekin á flugsýningu breska flugflotans. AFP

Hinn ungi prins Georg, sonur Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju og framtíðarkonungur Breta, fagnaði stórum áfanga í gær þegar hann lauk síðasta degi skólaársins sem markar lok fyrsta skólaárs hans í „stóra skólanum“; Thomas Battersea-grunnskólanum. Þar með mun hann njóta sumarfrís með fjölskyldunni þar til í september og líklegt að foreldrar hans og Karlottu prinsessu muni sjá börnum sínum fyrir alls kyns skemmtilegheitum og samveru með litla Loðvík sem fæddist í apríl sl.

Fyrsti dagurinn gekk vel

Fyrsti dagur prinsins í stóra skólanum vakti mikla athygli meðal allra sannra „royalista“. Pabbi Vilhjálmur fór með stóra strákinn sinn í skólann í fyrsta sinn en Katrín var þá ólétt að litla Loðvík en þjáðist af afar mikilli morgunógleði fyrri part meðgöngunnar. Dagurinn gekk vonum framan, eins og yfirleitt hjá ungum námsmönnum á fyrsta degi, en Vilhjálmur sagði síðar: „Við sjáum til hversu lengi það endist, þar til hann neitar að fara í skólann!“

Prinsinn ungi fagnar fimm ára afmæli sínu í fríi sínu síðar í mánuðinum og er búist við að foreldrar hans haldi honum lágstemmt afmælisboð með fáum nánum vinum og fjölskyldu eins og vaninn er en þó er líklegt að hann muni fagna skírn litla bróður áður en hann fær að blása á fimm kerti á afmæliskökunni.

Konungleg skírn á mánudaginn

Skírn Loðvíks litla (Louis) hefur verið skipulögð nk. mánudag i St. James-höllinni í London með meðlimum bresku kóngafjölskyldunnar; Elísabetu drottningu, Karli Bretaprins og Kamillu hertogaynju, Harry prins og nýjasta uppáhaldi Breta, Meghan Markle. Eins og svo oft áður er búist við að hin ungu og kátu systkini, Georg og Karlotta, steli senunni. 

Heimild: HelloMagazine

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert