Þess vegna eru japönsk börn sjálfstæð

Það er algeng sjón í japönskum almenningssamgöngum að lítil börn …
Það er algeng sjón í japönskum almenningssamgöngum að lítil börn flykkjast í gegnum lestarnar í leit að sæti, einsömul eða í litlum hópum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Það er algeng sjón í japönskum almenningssamgögnum að lítil börn flykkjast í gegnum lestarnar í leit að sæti, einsömul eða í litlum hópum.

Klædd í hnéháa sokka, nýlakkaða leðurskó með barðastóra hatta bundna undir höku og lestarpassa nælda á bakpokana. Börnin, sem eru rétt um 6-7 ára gömul, eru á leið til og frá skóla, og enginn forráðamaður sjáanlegur.

Venju samkvæmt eru lítil börn í Japan gjarnan send „út í heiminn“ frá unga aldri. Börn niður í 2-3 ára aldur eru jafnan send af foreldrum sínum til að sinna erindum, hvort sem það er í matvörubúðina eða bakaríið. Eftir því sem þau eldast eykst ábyrgðin. 

Kaito er 12 ára drengur frá Tokyo. Hann hefur tekið lestina einn síns liðs milli húsa foreldra sinna (en þau deila forræði hans) síðan hann var níu ára gamall. „Í fyrstu var ég svolítið áhyggjufullur,“ viðurkennir Kaito, „en núna er þetta ekkert mál.“

Foreldrar hans segjast einnig hafa verið áhyggjufullir til að byrja með, en ákváðu að láta slag standa þar sem hann þótti hafa aldur til, og öðrum börnum hefur gengið vel.
Japanar bera ákveðið traust til náungans. Gert er ráð fyrir að hver sem er í samfélaginu beri hag annarra fyrir brjósti.

Þessari stefnu er svo beitt í skólum landsins, þar sem börn skiptast á að þrífa eða reiða fram hádegismat – í stað þess að ætla starfsfólki þau hlutverk.
Samfélag, þar sem almenningur gegnir samábyrgð, hvetur til sjálfstæðis ungra einstaklinga. Börnin vita að þegar kemur upp neyðartilvik má reiða sig á almúgann. Þau eru þá örugg að ferðast á eigin vegum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert