Lúðvík litli skírður við konunglega athöfn

Þriðja barn Katrínar hertogayngju og Vilhjálms Bretaprins var skíður í …
Þriðja barn Katrínar hertogayngju og Vilhjálms Bretaprins var skíður í gær við hátíðalega athöfn. Móðir hans hélt honum undir skírn og svaf hann vært undir öllu tilstandinu. AFP

Skírn yngsta prins Bretaveldis fór fram í gær við hátíðlega en þó hófstillta athöfn í konunglegu kapellunni í St. James höllini í London í gær. Honum hafði áður verið gefið nafnið Louis Arthur Charles, sem útleggst Lúðvík Artúr Karl á ylhýra. Athöfnin var einföld og aðeins nánasta fjölskylda og vinir mættu til skírnar. 

Katrín að spjalla við erkibiskuppinn af Kantaraborg, Justin Welby, eftir …
Katrín að spjalla við erkibiskuppinn af Kantaraborg, Justin Welby, eftir að hún mættu til kirkju vegna skírnarinnar í konunglegu kapellellunni í St. James höllinni í gær. / AFP PHOTO / POOL / Dominic Lipinski AFP

Litli prinsinn svaf vært í fangi Katrínuar móður sinnar meðan á skírninni stóð, algerlega ómeðvitaður um allt tilstandið í kringum hann en athöfnin stóð í um 40 mínútur, en hún hélt einnig á honum inn í kapelluna. 

Skírnin var stór stund fyrir alla bresku konunglegu fjölskylduna en …
Skírnin var stór stund fyrir alla bresku konunglegu fjölskylduna en hér sjást Karlotta prinsessa lengst til vinstri, þá Vilhjálmur, Georg, Louis litli í fangið móður sinnar og Katrín. Það sést glitta í Harry og Meghan fyrir aftan þau. / AFP PHOTO / POOL / Dominic Lipinski AFP

Eins og sjá má á myndunum er Lúðvík litli algert krútt en þetta er í annað skipti sem hann er sýndur á opinberum vettvangi frá því hann fæddist þann 23. apríl sl. Þá mættu foreldrar hans á tröppur sjúkrahússins þar sem hann fæddist, St. Mary´s í Paddington, og sýndu hann almenningi, sem hafði safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið, og fjölmiðlum. 

Móðurástin leynir sér ekki. AFP PHOTO / POOL / Dominic …
Móðurástin leynir sér ekki. AFP PHOTO / POOL / Dominic Lipinski AFP

Lúðvík er annar yngsti meðlimur konungsfjölskyldunnar, en Meghan Markle er enn nýjust en hún var gerð að hertogaynju í kjölfar brúðkaups síns og Harry í maí sl. Hann er jafnfram sá fimmti í röðinni til að erfa bresku krúnuna á eftir prinsunum Karli, Vilhjálmi, Georg, og prinsessunni Karlottu.

Pabbi sá um Georg prins og Karlottu prinsessu sem bæði …
Pabbi sá um Georg prins og Karlottu prinsessu sem bæði sýndu sína bestu hliðar við sk´rn litla bróður. AFP

Byggt á umfjöllun í HelloMagazine
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert