Hvar leitar Kim uppeldisráða?

Kim Kardashian á MTV-verðlaunahátíðinni 16. júní sl.
Kim Kardashian á MTV-verðlaunahátíðinni 16. júní sl. AFP

Kim Kardashian West verður seint talin hin hefðbundna móðir. En hún leitar sér aðstoðar af og til þegar kemur að uppeldinu, eins og flestir foreldrar. 

Verandi þriggja barna móðir North (f. 2013), Saint (f. 2015) og Chicago (f. 2018), eða Chi eins og móðir hennar kallar hana, hefur Kim í nógu að snúast þessa dagana.

Þá virðast barneignir Kardashian-fjölskyldunnar vera í fullum blóma, en tvær yngri systur Kim, Khloé (f. 1984) og Kylie (f. 1997), eignuðust sitt fyrsta barn á síðasta ári.

Kim ásamt börnunum sínum

Welcome to the good life...

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Jun 9, 2018 at 6:50am PDT

Elsta systirin Kourtney (f. 1979) þykir hafa hvað mesta reynslu af móðurhlutverkinu en hún var fyrst systranna til að verða móðir og á þrjú börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, Scott Disick.

Það þykir því heldur óvenjulegt að Kim skuli ekki leita til hennar heldur kýs hún að snúa sér til yngri systur sinnar Kylie. „Upp á síðkastið hef ég einna helst leitað til Kylie. Kylie veit um öll nýjustu tækin og allt það nýja sem við kemur ungbörnum.

Kim útskýrði enn frekar hvernig hver systir býr að sínum eigin styrkleikum. Þar af leiðandi leitar hún til hverrar þeirra þeirra af ólíkum tilefnum.

„Khloé og ég virðumst aðhyllast sömu uppeldisstefnu. Ég tel að við systurnar séum mun nánari núna, þar sem við getum allar verið saman með börnin. Öll börnin vilja vera saman. Þetta er öðruvísi upplifun.”

Kim ásamt systur sinni Khloé

Happy Birthday to one of my favorite souls on this planet! @khloekardashian This year you have shown strength like none other. I admire you for always following your heart. I love seeing you as a mom and can’t wait for the years ahead. Let’s celebrate you today! I love you to infinity!

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Jun 27, 2018 at 9:25am PDT

mbl.is