Níu vísbendingar að barn sé tilbúið á koppinn

Flest börn gefa til kynna að þau séu reiðubúin til …
Flest börn gefa til kynna að þau séu reiðubúin til að byrja að nota kopp á aldrinum 18 til 36 mánaða. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Flest börn gefa til kynna að þau séu reiðubúin til að byrja að nota kopp á aldrinum 18 til 36 mánaða. Athugið að barnið þarf ekki endilega að hafa uppfyllt hvert einasta atriði á listanum fyrir neðan. Og jafnvel þó barnið taki miklum framförum, má sömuleiðis búast við að einstaka slys eigi sér stað.


1. Virðist áhugasamt um að nota koppinn

2. Getur fylgt einföldum leiðbeiningum

3. Getur sagt til um hvenær þau þurfa að komast á klósettið og til hvers

4. Barnið vætir ekki bleyjuna í allt að tvær klukkustundir á meðan blundi stendur

5. Getur gengið og jafnvel hlaupið

6. Getur setið kyrrt í tvær til fimm mínútur

7. Getur togað sínar eigin buxur upp eða niður

8. Kveinkar sér undan blautri eða fullri bleyju

9. Áttar sig á eigin framförum

 



Heimildir: Babycenter.com

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert