Foreldrar skilja ekki unglinga

Engin „ein stærð fyrir alla“ lausn í boði í samskiptum …
Engin „ein stærð fyrir alla“ lausn í boði í samskiptum milli foreldra og unglinga. mbl.is/thinskstockphotos

Unglingar hafa rétt fyrir sér. Foreldrar þeirra skilja þá ekki og það ætti að kenna þeim hvernig heili unglinganna virkar samkvæmt niðurstöðum ýmissa rannsókna um þróun heilastarfsemi unglinga. Opinberir starfsmenn sem vinna að málefnum fjölskyldna sem og samtök, félög og samtök sem starfa með fjölskyldum ættu að sama skapi að fræða almenning um niðurstöðurnar sem sýna að stór hluti dæmigerðrar erfiðrar unglingahegðunar orsakast af breytingum í heila sem hefjast á fyrstu mánuðum kynþroskaskeiðsins.

Foreldrar skilja ekki unglinga.
Foreldrar skilja ekki unglinga. mbl.is/thinkstockphotos

Unglingum finnst oft erfitt að lesa í tilfinningar annarra, virðist vera sama um vanlíðan annarra og haga sér með órökréttum hætti. Stundum sýna þeir jafnvel hættulega hegðun þar sem heilinn er enn að þroska stöðvar fyrir samkennd og mat á hættu, en fullum þroska á þessu sviði er yfirleitt ekki náð fyrr en snemma á fullorðinsárum. Mikill svefn og erfiðleikar með að komast á fætur á morgnana er hluti af vandanum og tengist samþættingu melatonin-framleiðslu heilans og þeim hormónum líkamans sem gera þeim kleift að komast á fætur á morgnana.

Margaret Morrissey, talsmaður samtaka foreldra og kennara í Bretlandi, var ekki sannfærð um að slík ráð myndu duga foreldrum í viðureign þeirra við mislynda unglinga. „Mín reynsla er sú  að það er erfitt að segja hvað þú eigir að gera eða ekki að gera í samskiptum við unglinga, þó svo maður hafi skilning á því sem veldur mögulega neikvæðri hegðun þeirra. Það er alla vega engin „ein stærð fyrir alla“ lausn í boði. Ef slík lausn væri í boði, þá væri kannski fyrst ástæða til að hafa áhyggjur,“ sagði hún að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert