Byggðu upp andlegan styrk hjá barninu þínu

Ljósmynd/Thinkstockphotos

Þeir sem ætla sér að ná langt á lífsleiðinni leggja mikið upp úr andlegum styrk. Þeir vita að gáfur, leikni eða kunnátta munu koma að litlu gagni, búi þeir ekki yfir styrk til að halda áfram þegar harðnar á dalnum og hlutirnir ganga erfiðlega. Þeir verða að geta yfirstigið feimni sína og óöryggi.

Andlegur styrkur er ekki meðfæddur en hann má byggja upp hjá einstaklingnum – rétt eins og byggja má líkamlegan styrkleika. Það eina sem þarf er að leggja línurnar.
Kenna þarf börnum að vera raunsæ; að líta hvorki of stórt á sjálf sig né hugsa niður til sín. Spyrjið leiðandi spurninga og hjálpið þeim að sjá að með vinnu og eljusemi má afreka ansi margt.

Hrósið fyrir fyrirhöfnina frekar en afrekið

Á sama tíma skal börnum hrósað fyrir alla þá fyrirhöfn sem þau lögðu í verkefnið – frekar en afrekið sjálft. Börnin eiga á hættu að ala með sér að aðalmarkmiðið sé endanlegur árangur og óttast þá að gera mistök. Þ.e. þau munu alla jafna forðast að gera eitthvað þar sem velgengni er ekki tryggð.

Með því að lofa þá vinnu sem börnin hafa lagt á sig; hvort sem það var að læra meira en vanalega eða æfa aukalega, er þeim gert skýrt að það er vinnan sem gildir og mistök eru eitthvað til þess að læra af.
Börn þurfa að læra að takast á við eigin tilfinningar og foreldrar skulu varast að leysa úr öllu fyrir þau. Veitið þeim tækifæri til að takast á við sorg og erfiðleika á eigin vegum – en verið til staðar til að leiðbeina. Þeim skal kennt að maður er ekki alltaf hamingjusamur og yfirþyrmandi tilfinningar eru eitthvað sem má yfirstíga. Það eru þau sem stjórna sínum eigin tilfinningum en ekki tilfinningarnar sem stjórna þeim.

Heimildir: Goalcost.com

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert