Þess vegna eignast Bandaríkjamenn færri börn

Barneignum meðal Bandaríkjamanna fer fækkandi. Í fyrstu töldu fræðimenn ástæðuna …
Barneignum meðal Bandaríkjamanna fer fækkandi. Í fyrstu töldu fræðimenn ástæðuna tengjast efnahagslegri lægð í samfélaginu, en þeim hélt áfram að fækka þrátt fyrir að hagkerfið næði sér á strik á ný. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Barneignum meðal Bandaríkjamanna fer fækkandi. Í fyrstu töldu fræðimenn ástæðuna tengjast efnahagslegri lægð í samfélaginu, en þeim hélt áfram að fækka þrátt fyrir að hagkerfið næði sér á strik á ný. Tölur yfir frjósemistíðni hafa nú náð lágmarki annað árið í röð.

Þar sem frjósemistíðni snertir óbeint á mörgum stórum vandamálum dagsins í dag; þar á meðal innflutningi fólks, menntun, húsnæðismálum, vinnuafli, félagslegu öryggisneti og stuðningi fyrir vinnandi fjölskyldur, veldur það miklum áhyggjum hversu lítið er um barneignir meðal ungra einstaklinga.

Meiri frítími og frelsi?

Að aðhyllast meiri frítíma og persónulegt frelsi; eiga ekki maka; hafa ekki fjárráð til að annast lítið barn – þetta voru helstu ástæður ungra einstaklinga fyrir því að vilja ekki eða telja sig ekki vilja eignast börn, samkvæmt könnun framkvæmda af Morning Consult fyrir The New York Times.

Fjórðungur þátttakenda sem áttu börn eða áætluðu barneignir sögðust eiga færri eða myndu eignast færri börn heldur en þau vildu. Stærstu hóparnir sögðust hafa seinkað eða hætt við barneignir vegna áhyggja sem þeir höfðu af peningaleysi eða tímaskorti.

Könnunin virðist varpa ljósi á aukið jafnrétti kynjanna. Það að …
Könnunin virðist varpa ljósi á aukið jafnrétti kynjanna. Það að ungt athafnafólk eignast færri börn en áður sýnir að konur eigi meira tilkall til eigin lífs, og að sífellt fleiri upplifi móðurhlutverkið sem val fremur en skyldu. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Jafnframt sýna niðurstöður fram á efnahagslegt óöryggi. Ungt fólk er skuldum vafið, margir sem útskrifast eru illa staddir efnahagslega og enn fleiri hafa ekki efni á að eignast heimili – á sama tíma og kostnaðurinn við að vera foreldri fer sífellt hækkandi.

Tengsl jafnréttis og frjósemi?

„Við höfum áhuga á því að fjárfesta meira í hverju barni. Að veita þeim aðstoð til að takast á við aðstæður sem geta reynst erfiðar,“ sagði Philip Cohen, félagsfræðingur við Maryland-háskóla, sem rannsakar fjölskyldur og hefur fjallað mikið um frjósemi.

„Hins vegar er sambandið milli jafnréttis kynjanna og frjósemi afar sterkt: Þau lönd sem hafa háan frjósemisstuðul stuðla ekki að jafnrétti kynjanna.“

Þá standa konur einnig frammi fyrri annarri efnahagslegri hindrun: Að verða móðir getur haft veruleg áhrif á starfsframa þeirra.

Brittany Butler, 22 ára, var fyrst í sinni fjölskyldu til að útskrifast úr framhaldsskóla. Hún mun hefja nám í félagsráðgjöf í haust. Hún telur að það líði eflaust tíu ár þar til hún leiði hugann að barneignum. En þá ætti hún að eiga þess kost að ala barnið upp í öðrum aðstæðum frekar en í fátækum heimabæ sínum, Baton Rouge í L.ouisiana fylki

Vissulega sé hún kvíðin því að eftir því sem konur eldast, þeim mun erfiðara sé fyrir þær að verða barnshafandi. En fyrst og fremst vill hún geta lokið afborgunum af námslánum og boðið barninu að lifa í öruggu umhverfi.

Fræðimenn segja Bandaríkin geta tileinkað sér ýmsar stefnur sem auðvelda fólki að eiga börn samhliða því að byggja upp starfsframa. Fjármunir ríkisins til barnaumönnunar leika þar stórt hlutverk. Önnur stefnumál ættu til dæmis að hvetja foreldra til að deila með sér barnaumönnun. Þá hafa bæði Þýskaland og Japan nýtt sér slíkar stefnur til að sporna við færri barneignum.

Heimild: NY Times

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert