Barn festist í þvottavél og vatn flæddi inn

McIver fjölskldan frá Colorado í Bandaríkjunum. Hin þriggja ára gamla …
McIver fjölskldan frá Colorado í Bandaríkjunum. Hin þriggja ára gamla Kloe, sem komst í hann krappan í nýrri þvottavél heimilisins, er í fangi móður sinnar, Lindsey Ljósmynd/skjáskot

Lindsey McIver upplifði algera foreldramartröð nýlega þegar hún uppgötvaði að þriggja ára dóttir hennar Kloe hafði tekist að skríða inn í nýja þvottavél heimilisins, loka sig þar inni í loftþéttu rými og kveikja með þeim hætti á vélinni að tromlan var farin að velta og vatn var farið að dælast inn í vélina.

Hún segist hafa verið hikandi að skrifa færslu um málið á Facebook, í fyrsta lagi vegna þeirra mömmu-smánunar sem hún taldi að myndi fylgja í kjölfarið en ekki síður vegna þess hversu erfitt henni fannst að skrifa um atvikið og endurlifa það.

Forsaga málsins var sú að þvottavél fjölskyldunnar bilaði og töldu hjónin ráðlegast að kaupa nýja vel. Ástand sem allar barnafjölskyldur kannast við. Þau keyptu nýtískulega og að þeirra mati býsna svala vél og veltu kaupunum ekki meira fyrir sér. Henni var komið fyrir og í samband og ítrekað við börnin að snerta ekki vélina og þau samþykktu það.

Þessi nýja þvottavél McIven fjölskyldunnar í Colorado reyndist vera mikil …
Þessi nýja þvottavél McIven fjölskyldunnar í Colorado reyndist vera mikil slysagildra fyrir hina þriggja ára Kloe. Ljósmynd/skjáskot

Fyrir rúmlega viku síðan vöknuðu þau við að fjögurra ára sonur þeirra hjóna kom til þeirra í svo mikilli geðshræringu að hann gat varla mælt af gráti. Meðan Lindsey reyndi að skilja hvað hann sagði stökk eiginmaður hennar úr rúminu og niður stigann og á þeirri stundum áttaði Lindsey sig á því hvað sonurinn var að reyna segja. „Kloe, inní þvottavél“.

Þegar þau hjónin voru komin í þvottaherbergið í kjallara hússins var þriggja ára dóttir þeirra læst inn í loftþéttu rými vélarinnar grátandi en þau heyrðu ekkert í henni. Tromlan veltist og var að fyllast af vatni. Þeim hjónum tókst að stoppa vélina í snarhasti, aflæsa hurðina og ná barninu út. Ekkert að amaði að Kloe litlu fyrir utan að hún hafði rekið höfuðið í og var í miklu áfalli.

Lindsey segista hafa ákveðið að skrifa um atvikið á Facebook, eftir að hafa farið í gegnum mikla rússíbanareið tilfinninga og „hvað ef“ hugsana. Hún segir að hún hafi engan veginn áttað sig á þeirri hættu sem börnunum hafi staðið af þvottavélinni og að þau hjónin séu endalaust hissa á þeim fjölmörguleiðum sem börn geta komið sér í lífshættu. Þetta hafi klárlega verið ein slík ófyrirséð leið. Þau hafi ekki verið byrjuð að  nota vélina og því ekki verið farin huga að slysavörnum  en myndin sem fylgir þessari grein sýnir þvottavél hjónanna með sérstökum forvörnum sem koma í veg fyrir að börn komi sér í þá hættu sem Kloe gerði.

Lindsey segist átta sig á því að þau hefðu getað komið í veg fyrir þetta atvik, þó það sé erfitt að sjá fyrir allar þær hættur sem börn geta komið sér í. Nú um stundir hugi foreldrar meira að hættulegum aðstæðum barna í sundlaugum, of heitum bílum og þess háttar. Hún minnir á að mömmusmánun (mom-shaming) hjálpi engum. Mikilvægast sé að vera vera opin um eigin mistök og hjálpa þannig öðrum foreldrum að koma í veg fyrir svipuð atvik. Hún segir að hún hafi refsað sjálfri sér nægilega vel með rækilegu samviskubiti um leið og hún sé forsjóninni og guði þakklát fyrir að ekki fór verr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert