Fjórtándi drengur Schwandt-hjónanna fær óvenjulegt nafn

Það er ekki auðvelt að ná 14 drengjum á eina …
Það er ekki auðvelt að ná 14 drengjum á eina mynd þegar þeir eru allt frá því að vera nýfæddir upp í 25 ára en hér eru 12 drengjanna. Einnig Finley litli Sheboygan í fanginu á elsta bróður sínum. Ljósmynd/skjáskot

Hugmyndin um 14 börn er eflaust yfirþyrmandi fyrir flesta foreldra en Schwandt-hjónin, sem búa í Rockford í Michigan-ríki í Bandaríkjunum, segja að örlögin hafi ætlað þeim þetta hlutverk. Það er í sjálfu sér ekki svo ýkjaóvenjulegt í Bandaríkjunum og víðar að hjón eigi svo mörg börn, en það sem gerir Schwandt-fjölskylduna einstaka er sú staðreynd að þau eiga eingöngu syni.

Hún-er-aftur-drengur

Sá fjórtándi fæddist í apríl síðastliðnum og var honum gefið heldur óvenjulegt millinafn en hann heitir Finley Sheboygan. Jay Schwandt segir að hugmyndin að nafninu hafi komið frá sögu af indíánahöfðingja, sem tengdafaðir hans hafi sagt honum, en hann átti eingöngu drengi. Höfðinginn trúði því að yngsta barnið yrði stúlka en allt kom fyrir ekki, barnið reyndist vera drengur og var hann nefndur Sheboygan í merkingunni Hún-er-aftur-drengur. Hann segir að þau hjónin hafi viljað nefna 13. soninn þessu nafni en létu ekki verða af því. Þar sem þau töldu Finley litla verða þeirra síðasta barn ákváðu þau að slá til og nota nafnið.

Í viðtalið við Today sagði Jay: „Við hugsuðum með okkur, æi, hvaða máli ætli það skipti svo sem. Fólk heldur almennt að við séum stórbiluð hvort sem er.“

Jay segir að það sé ekki séns að þau ætli að eignast 15. barnið en þau hafi þó hins vegar verið með sambærilegar yfirlýsingar áður.

#eazy_info #eazy_info ADD @eazy_info FOLLOW @eazy_info #jayschwandt #katerischwandt #grandrapids #rockford #14boys A Michigan couple with 13 boys has welcomed a fourteenth son into their family. WOOD-TV reports Jay and Kateri Schwandt's latest addition was born on Wednesday evening - five days before the baby's expected due date. The healthy baby boy weighed in at a healthy 8 pounds, 4 ounces. Jay Schwandt was thrilled that mom and baby had a safe delivery. The baby's name has yet to be announced. Kateri Schwandt has said she's used to large families, as she is one of 14 children herself. With their last few children, the couple also decided against learning the baby's sex before the birth. The couple said previously they hoped they would deliver a girl this time around - but were excited to add another boy to the family. 'I would love to have a girl, but I just don't think it's in the cards,' Jay told NBC 4 News earlier this year. It looks like the pair might not have a chance of having a girl in the future - as they confirmed they are done having babies after the fourteenth. 'I'm thinking that this is it. It just feels like this is going to be it, and we're going to enjoy every second of it,' Jay said.  Kateri however previously stated the couple would be done having children after their thirteenth. The Schwandts live in Rockford, north of Grand Rapids, and their eldest son is in his 20s.

A post shared by Eazy (@eazy_info) on Apr 19, 2018 at 11:19am PDT

Vildu aldrei vita kynið fyrir fram

Fjölskyldan, sem nú samanstendur af hjónunum, 14 drengjum á aldrinum þriggja mánaða til 25 ára, og fimm kærustum elstu drengjanna, vissu ekki kyn barnsins áður en það fæddist en hjónin hafa alltaf ákveðið að fá ekki að vita kynið fyrir fram og líkja því við að opna jólagjafirnar á þakkargjörðarhátíðinni (í nóvember).

Bræðurnir 13 skiptust í tvo hópa um það hvort þeir fengju lítinn bróður eða litla systur. En þótt þetta væri fjórtánda systkinið var alveg jafnmikill spenningur að fá lítið systkini inn á heimilið eins og áður segir Jay.

 „Við virkilega nostruðum við öll litlu smáatriðin, hvert spark og hverja litla hreyfingu á meðgöngunni,“ segir Jay. Hann gerir ráð fyrir að barneignir þeirra hjóna hafi nú runnið sitt skeið en þau kynntust í miðskóla.

Ellefu drengjanna búa enn í foreldrahúsum en Jay segir að það sé konan sín, Kateri, sem haldi fjölskyldunni saman. „Hún er alveg stórkostleg móðir.“ Hún er sjálf ein 14 systkina en sá hópur skiptist í sjö stúlkur og sjö drengi.

Vantar ekki konur inn á heimilið

„Fimm elstu drengirnir eiga núna kærustur sem eru mikið í kringum okkur, koma í mat og við förum öll í ferðalög saman svo það vantar ekkert konur inn á heimilið. Þetta er mjög samstæður hópur þó svo að allir eigi sér sín hugðarefni og áhugamál. Við elskum þetta, ég get ekki ímyndað mér líf okkar hjóna neitt öðruvísi,“ segir Jay.

Myndskeið af fjölskyldunni meðan 14. barnsins var beðið með eftirvæntingu



Heimild: Today, USA Today  og MLive.com 

Hér má sjá skemmtilega myndaseríu af þessari líflegu fjölskyldu þegar Kateri var enn ólétt af Finley Sheboygan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert