Nýi fallturninn í Fjölskyldugarðinum opnar brátt

Síðan nýi turninn kom til landsins hafa starfsmenn garðsins og …
Síðan nýi turninn kom til landsins hafa starfsmenn garðsins og framleiðandans lagt nótt við dag við að koma turninum á sinn stað. Ljósmynd/Aðsend

Líklegt er að íslensk börn, einkum á SV-horni landsins, muni gleðjast verulega því nýr fallturn er ekki bara loksins kominn til landsins  eftir nokkrar tafir heldur er uppsetning hans hafin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal.

Ljósmynd/Aðsend

Síðan hann kom til landsins hafa starfsmenn garðsins og framleiðandans lagt nótt við dag við að koma turninum á sinn stað. Turninn, sem er um 20 metra hár kom í tveimur hlutum, sem settir voru saman á jörðu niðri áður en turninn var hífður á festingu sína. Nú er verið að vinna við tengingar og frágang tæknibúnaðar. Loks þarf að gera öryggisúttekt á turninum áður en hægt verður að hefja notkun hans sem vonandi verður síðar í vikunni.

Ljósmynd/Aðsend


Nýr handsmíðaður leikkastali

Einnig hefur nýr leikkastali nýverið verið tekinn í notkun í garðinum. Kastalinn er einstakur enda handsmíðaður og eru engir tveir kastalar þessarar gerðar eins.

Nýi handsmíðaði kastalinn í Fjölskyldugarðinum en engir tveir kastalar eru …
Nýi handsmíðaði kastalinn í Fjölskyldugarðinum en engir tveir kastalar eru eins. Ljósmynd/Aðsend

Kastalinn, sem er bóndabær með tilheyrandi fylgihlutum og dýralífi, kemur frá þýska fyrirtækinu Spielart í Thuringen en fyrirtækið sérhæfir sig í að smíða útileiktæki sem eru einstök og minna mest á sviðsmyndir í barnaleikriti. Í honum eru ýmsir ranghalar og leyniherbergi auk glæsilegrar rennibrautar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert