Afi þinn er kominn að sækja þig

Carys Zeta Douglas hefur stundum verið strítt á aldri pabba …
Carys Zeta Douglas hefur stundum verið strítt á aldri pabba gamla, Michael Douglas, sem nú er 73 ára. Ljósmynd/skjáskot

Carys Zeta Douglas er dóttir leikarahjónanna Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas. Hún veitti nýlega sameiginlegt viðtal með móður sinni í septemberútgáfu tímaritsins Town & Country og birtust þær forkunnarfríðu mæðgur saman á forsíðu blaðsins. Carys er aðeins 14 ára en hún hefur nú þegar kynnst flestum hliðum þess að vera barn frægra foreldra.

Almennt segist Carys hafa átt gott og heilbrigt líf en segist þó hafa verið töluvert strítt á aldri pabba gamla. Hún fékk að heyra athugasemdir eins og „afi þinn er kominn að sækja þig“ og fleira í þeim dúr en pabbi hennar er 73 ára gamall. Hún opnaði sig einnig með það í viðtalinu að hafa viljað sleppa eftirnafni sínu þannig að fólk myndi síður afgreiða hana sem bara enn eitt fræga barnið.

Með pabba á fótboltaleik

Mynd sem Cary birti á Instagram í tilefni feðradagsins. 

Í viðtalinu leggur Catherine áherslu á mikilvægi þess að kenna börnum mannasiði. Hin stolta móðir, sem einnig á 17 ára son sem heitir Dylan, sagði að hún hefði lagt mikla áherslu á að börnin hennar yrðu kurteis. „Ég er mjög stolt yfir því það þetta hefur tekist hjá okkur í uppeldinu. Það er ekkert verra en ókurteis börn sem njóta forréttinda. Ég hamaðist alveg í þeim með þetta,“ segir Catherine. 

Carys tók undir orð móður sinnar og sagði að foreldar hennar hefðu staðið sig mjög vel með að  raunveruleikaprófa þau systkin og benda þeim á hversu heppin þau séu í lífinu.

Forsíða Town and Country

Zeta-Douglas-fjölskyldan virðist vera einkar samheldin. Dylan er á ferðalagi um Evrópu með vinum sínum um þessar mundir, eftir að hafa útskrifast úr miðskóla. Það er ekki ljóst hvað hann ætlar sér eftir ferðalagið en Catherine hefur gefið í skyn að hann hafi áhuga á sviðslistum eins og litla systir. Í viðtali sem hún veitti árið 2017 sagði Catherine að það yrði erfitt fyrir þau að fara út í leiklist, því þau hafi samanburðinn við Kirk afa sinn, sig og Michael en að þau virðist einfaldlega elska leiklistina.

Carys Douglas

this evening

A post shared by carys zeta douglas (@carys.douglas) on Jun 15, 2018 at 10:05pm PDT

Dylan og Micheal Douglas

Another great day at F1 Montreal, @fernandoalo_oficial @lance_stroll

A post shared by Dylan Douglas (@dylan__douglas) on Jun 10, 2018 at 1:52pm PDT



Heimild: Hello Magazine

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert