Jolie segir Pitt ekki borga sanngjarnt meðlag

Angelina Jolie þótti einkar glæsileg í brúðkaupi Harry Bretaprins og …
Angelina Jolie þótti einkar glæsileg í brúðkaupi Harry Bretaprins og Meghan Markle fyrr í sumar. AFP

Samkvæmt dómsskjölum sem bandaríska leikkonan Angelina Jolie lagði fram í síðustu viku í Los Angeles borgar Brad Pitt ekki ásættanlegt meðlag með börnum þeirra og hefur ekki gert síðan skilnaðarferli þeirra hófst árið 2016. Lögfræðingur hennar segir hann hafa skyldum að gegna í sambandi við meðlagsgreiðslur skv. dómsskjalinu sem NBC-fréttastofan komst yfir.

„Í ljósi þess að óformlegar meðlagsgreiðslur í tengslum við útgjöld barnanna hafa ekki verið greiddar af Pitt í meira en eitt og hálft ár, ætlar Jolie að krefjast dómsúrskurðar til að fá afturvirkar meðlagsgreiðslur,“ segir í frétt NBC.

Upplýsingafulltrúi Jolie, Mindy Nyby, sagði við vefmiðilinn E! í síðustu viku að tilgangur beiðninnar sé að reyna að ganga endanlega frá skilnaðinum svo að þau geti hvort um sig tekið næstu skref í sínu lífi og að Pitt geti tengst börnunum á ný undir öðrum formerkjum.

Jolie óskaði eftir skilnaði frá Pitt fyrir tveimur árum og sagði að ástæðan væri óásættanlegur ágreiningur. „Til þess að hægt sé að ganga frá skilnaðinum þarf að vera búið að ákveða hluti eins og meðlög og fleiri þætti  með formlegum hætti. Aðgerðin í dag (fyrir viku) var einfaldlega til þess gerð að hægt væri að flýta ferlinu,“ segir heimildarmaður tengdur Jolie í samtali við E! vefinn.  

Sum ævintýri fá ekki góðan endi

Endanlegur skilnaður mun hjálpa báðum foreldrum að vinna saman að foreldrahlutverkinu með hagsmundi barnanna í huga, sem er hlutur sem Jolie hefur ítrekað sagt að hún vilji. Pitt hefur sömuleiðis látið sömu óskir í ljós; að hann vilji sinna foreldrahlutverkinu ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni. Hins vegar sé endanleg ákvörðun í höndum dómstóla.

Stjörnuparið hefur ekki setið aðgerðalaust meðan á skilnaðarferlinu stendur. Jolie hefur verið við tökur í London við framhaldsgerð myndarinnar Maleficent en Pitt hefur leikið í myndinni „Once Upon a Time in Hollywood“ í Los Angeles.

Pitt heimsótti og eyddi tíma með fimm af sex börnum sínum í London eftir að dómari hafði úrskurðað að skortur á tengslum barna og föður gæti gæti komið börnunum illa. Maddox, elsti sonur þeirra hjóna, er orðinn 16 ára og gat ákveðið sjálfur hvort hann vildi eyða tíma með föður sínum.

Áður en umrædd dómsskjöl voru lögð fram af hendi lögfræðings Jolie í síðustu viku sagði heimildarmaður E! að Brad og Angelina væru langt frá því að geta gengið frá skilnaði sínum því krafturinn í samskiptum þeirra færi í forræðismál og -deilur og þau hefðu ekki getað komist í að klára fjármálin sem þó eru yfirleitt tekin fyrir snemma  í lögformlegum skilnuðum í Bandaríkjunum.

Meðan allt lék í lyndi, „Brangelina“ og börnin

 Heimild: NBC news og E! Online

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert