Samkynhneigður leiklistarkennari svarar fyrir sig

Neri svaraði heldur betur fyrir sig þegar hneyksluð móðir skráði …
Neri svaraði heldur betur fyrir sig þegar hneyksluð móðir skráði barn sitt úr leiklistartíma hjá honum þrátt fyrir gott orðspor skólans og námskeiða hans. Ljósmynd/skjáskot

Michael Neri rekur „Talking Props“ sviðslistaskólann í Kidderminster á Englandi. Hann svaraði heldur betur fyrir sig þegar móðir skráði barnið sitt úr námskeiði hjá honum eftir að hún komst að því að hann er samkynhneigður. Hann kennir leiklist í skólanum sem býður upp á námskeið fyrir börn á aldrinum átta til 13 ára.

Þegar móðirin komst að kynhneigð kennarans sendi hún honum textaskilaboð á Facebook, sagði að hún óskaði eftir að draga skráninguna til baka vegna kristinna viðhorfa sinna til samkynhneigðar. Hún óskaði einnig eftir endurgreiðslu. Hér neðar má lesa samskipti þeirra:

Michael Neri og systir hans fyrir framan leiklistarskólann „Talking Props" sem er í hans eigu:

Me and the Sister growing the Business!

A post shared by Michael Neri (@michaelneri) on Jun 9, 2018 at 1:34pm PDT

„Sæll Michael. Eftir að hafa spjallað við þig í vikunni hef ég ákveðið að börnin mín (strikað yfir tvö nöfn) muni ekki koma til þín í (leiklistar)tíma á mánudaginn. Orðspor þitt sem leiklistarkennara hvatti mig til að skrá börnin í tíma hjá þér. 

Ég komst nýlega að því hvernig lífstíll þinn er og vegna kristinnar trúar minnar get ég ekki leyft börnum mínum að verða fyrir áhrifum óhefðbundinna hugmynda. Það er trú okkar að karl skuli kvænast konu. Ég vonast til að þú endursendir mér innágreiðsluna, en þú getur sent mér hana sem ávísun. Kveðja (strikað yfir nafnið).“

Neri svaraði að bragði:

„Sæl (strikað yfir nafn). Ég væri að ljúga ef ég segðist vera vonsvikinn að heyra þetta. Ég legg áherslu á virðingu og ást við nemendur mína sem og jafnræði. Þú ert einfaldlega að valta yfir þau gildi. Eftir því sem ég kemst næst hefur kynhneigð mín engin áhrif á getu mína til að kenna. Ekki frekar en ef samkynhneigður læknir myndi láta stjórnast af sinni kynhneigð ef barnið þitt þyrfti að komst undir læknishendur. Ég er viss um að heilsa barnsins yrði sett í fyrsta sæti ef það þyrfti neyðaraðstoð, eða myndirðu kannski athuga með lífstíl læknisins áður en barnið fengi aðstoð?

Ég vona að þú finnir viðeigandi leiklistarskóla sem mætir þörfum ykkar. Hins vegar tala ég af reynslu þegar ég segi að leikhús án samkynhneigðra er eins og að elda án krydds (bara mín skoðun). Ég veit að StageCoach [annar leiklistarskóli, innskot blm.] er að skrá nemendur um þessar mundir en kennarar þar hafa gerst sekir um að ganga um í klæðnaði með blönduðum þráðum en ég er viss um að þú veist að slíkt er bannað í Biblíunni (Leviticus 19:19).*

En endilega komdu og sjáðu söngleikinn okkar „Happy Days“. Að vísu er glitpappír notaður í lokaatriðinu en athugaðu að notkun hans er ekki tilraun til að spilla kristnum lífstíl gesta. Við bara elskum glit og glimmer.

Því miður er ekki hægt að endurgreiða innágreiðsluna, en hafðu ekki áhyggjur. Það er búið að leggja upphæðina inn á StoneWall sem eru LGBT-góðgerðarsamtök.“

 * Þú skalt ekki ganga í fötum, sem ofin eru af tvenns konar efni, af ull og hör saman.

Uppfærsla Talking Props-skólans á Les Misérables 

Heimild: Good.com

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert