Systirin bauðst til að ganga með barnið

„Finnurðu þetta? Hún er að sparka!“ Dóttir okkar er væntanleg …
„Finnurðu þetta? Hún er að sparka!“ Dóttir okkar er væntanleg í nóvember. Það er stórkostleg gjöf systur minnar sem kemur henni í heiminn og ég kyngdi stoltinu og þáði þá gjöf. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Piera Luisa segir hjartnæma sögu á Instagram af erfiðleikum sínum við að verða ólétt og einstöku örlæti systur hennar sem býðst til að verða staðgöngumóðir fyrir barn hennar. Hún segir að hún hafi reynt allt, farið í gegnum misheppnaðar tækni- og glasafrjóvganir, orðið ólétt og misst fóstur og verið við að missa móðinn. Systir hennar Teresa hafði nefnt þennan möguleika  sem vissulega hafði haft mikil áhrif á Pieru en hún sagðist vera of stolt, of stór greiði fyrir hana að þiggja. En hún lét undan á endanum og þær systur eru mjög sáttar.

Piera Luisa átti í miklum erfiðleikum með að verða ólétt …
Piera Luisa átti í miklum erfiðleikum með að verða ólétt en þáði boð systur sinnar um að ganga með barn fyrir hana, eftir miklar efasemdir og vangaveltur. Ljósmynd/skjáskot

Agndofa yfir tilboði systurinnar

Hún segir að þeir sem hafi fylgt henni á Instagram þekki flókna sögu hennar í tengslum við að verða mamma en systir hennar hafi minnst á staðgöngumóðurmöguleikann við hana í febrúar sl. áður en hún varð ólétt sjálf og missti fóstur. Ef hún vildi gæti hún gengið með barn fyrir Pieru og Phillippe manninn hennar.

„Ég varð agndofa yfir umfangi þessa tilboðs hennar, mjög hrærð yfir örlætinu. En að sama skapi kom upp hjá mér eins konar sjálfsvarnarbrynja og mér fannst ég ekki geta samþykkt þetta tilboð. (Ég hef alltaf verið gríðarlega sjálfstæð og átt erfitt með að biðja um aðstoð). Teresa minnti mig reglulega á tilboð sitt með nærfærnislegum hætti, þegar ég missti fóstur, þegar ég beið eftir næstu frjóvgunartilraun, þegar læknirinn minn sagði mér að ég gæti þurft að fara í gegnum fleiri fósturlát áður en ég gæti haldið barninu nógu lengi. Hún vildi að ég áttaði mig á að tilboðið stæði og að það væri raunverulegt og snupraði mig þegar ég sagði henni að tilboðið væri ósérhlífið af hennar hálfu. Hún sagði: „Þetta  er ekki ósérhlífin tillaga, ég vil gera þetta. Ég vil að börnin okkar alist upp saman.“

Mánuðum saman gat ég ekki ákveðið mig, ég var of hrædd til að þiggja þessa gjöf. Ég var of hrædd til að reyna sjálf að aftur og ég var of hrædd að sleppa hugsuninni um það hvernig hlutirnir gætu farið. En um leið vissi ég að ég yrði að velja,“ segir Luisa.

Hún segir að í meðferð hjá sálfræðingi dag einn hafi hún verið að blása út með hugsanir sínar; ætti hún að reyna aftur, ætti hún að ættleiða, ætti hún að gefa Teresu tækifæri til að ganga með barnið hennar, orsakir, afleiðingar þar til sálfræðingurinn hennar hafi loksins sagt: „Hingað og ekki lengra! Tökum nú aðeins til í hugsunum þínum, hvað langar þig mest af öllu?“ Luisa segist hafa svarað án þess að hugsa sig um: „Mig langar að verða mamma.“

Síðastliðna helgi lá ég í rúminu mínu með Teresu að horfa á mynd. Hún þreifaði eftir hönd minni og lagði hana á óléttan maga sinn og sagði: „Finnurðu þetta? Hún er að sparka!“
Dóttir okkar er væntanleg í nóvember. Það er stórkostleg gjöf systur minnar sem kemur henni í heiminn og ég kyngdi stoltinu og þáði þá gjöf. Ég get eiginlega ekki ímyndað mér neitt fallegra,“ segir Luisa að lokum. 

If you've been following me, you know what a complicated journey it's been for me to become a mom. In February last year, before I got pregnant (and lost the baby), my sister in law, Teresa, told me that, if I needed, she’d be our surrogate and carry for Philippe and me. I was stunned by the magnitude of the offer, deeply moved, in awe of her generosity. But in that same moment, my self-reliant armor went up and I felt I couldn’t accept. It was too much. (I've always been fiercely independent and bad at asking for help.) ☁️ Teresa kept gently reminding me of the offer… when I miscarried, when I was awaiting surgery so I could try again, when my doctor said I may have to endure several more miscarriages before I could carry to term. She wanted me to understand that her offer was for real. She rebuked me when I told her that it was selfless of her. She said “It’s not selfless. I want to do this. I want our kids to grow up together.” ☁️ For months, I couldn’t make a decision… I was afraid to receive such a gift. I was afraid to try again myself. I was afraid to let go of how I thought things would happen. But I knew I had to choose. ☁️ In therapy one day I started hashing things out, sharing everything playing out in my mind: should I wait to try again, should I explore adoption, should I have Teresa carry, should I focus on mothering my team, causes, and projects instead of becoming a mother in the traditional sense? The dizzying Six Flags ride of my mind. Finally my therapist said “STOP. I want to clear the air. I want you to take a deep breath. Ok, now tell me. What is it you most deeply desire?” Everything went still. In the moment of still, what I’d always known deep down was crystal clear. I replied instinctively, immediately, and with perfect clarity. “My deepest desire is to be a mom.” My path forward cleared. 🌥This past weekend, I was laying in bed with Teresa watching a movie. She grabbed my hand and placed it on her pregnant stomach and said “do you feel that? She’s kicking!” Our daughter is due in November. Coming into the world through an immense act of giving — and of receiving. And I really couldn't imagine a more beautiful way. 💙 📷 @erinyamagata

A post shared by Piera Gelardi (@pieraluisa) on Jul 27, 2018 at 5:05am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert