Mótorlaus á miðju vatni í Michigan

Mía, yngsta dóttir Hrannar Sveinsdóttur, komst í töluverða geðshræringu þegar …
Mía, yngsta dóttir Hrannar Sveinsdóttur, komst í töluverða geðshræringu þegar hún áttaði sig á að báturinn var mótorlaus og ekkert símasamband á miðju vatninu. Ljósmynd/Aðsend

Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, lenti í hrakningum á siglingu nýlega í sumarleyfi sínu og fjölskyldunnar í Michigan í Bandaríkjunum. Hún fór ásamt þremur dætrum sínum, þeim Nínu, Úrsulu og Míu, mágkonu sinni, Nancy Meyers, og börnum hennar Ben og Söru í siglingu á mótorbát á Crystal Lake-vatni í Michigan. Ekki vildi betur til en svo að mótorinn gafst upp á miðju vatninu og ekkert símasamband að hafa.

Börnunum þykir gaman vera dregin af mótorbátnum í litlum gúmmíbát …
Börnunum þykir gaman vera dregin af mótorbátnum í litlum gúmmíbát en hann breytti litlu þegar mótorinn gaf upp öndina. Ljósmynd/Aðsend

Hrönn ver reglulega sumarfríum fjölskyldunnar í Michigan en hún er gift Steven Meyers sem er ættaður þaðan og býr fjölskylda hans þar.

Ungmennin reyndu að synda með bátinn í land

Það skal þó tekið fram að ekki var um raunverulega hættu að ræða þar sem vatnið er ekki ýkja stórt, veður var gott og fleiri höfðu ákveðið að sigla þennan dag.

Ungmennin dóu ekki ráðlaus þegar vandi steðjaði að þeim og …
Ungmennin dóu ekki ráðlaus þegar vandi steðjaði að þeim og mæðrum þeirra, heldur fleygðu sér út í vatnið og byrjuðu að synda til lands með bátinn í togi. Viðleitnin var góð en árangurinn ekki í samræmi við ákafa þeirra við björgunarstörfin. Ljósmynd/Aðsend

Ungmennin í bátnum dóu þó ekki ráðalaus heldur hentu sér út í vatnið og byrjuðu að synda í land með bátinn í eftirdragi. „Þau stóðu sig eins og hetjur þó að þeim miðaði hægt og upplifðu að þarna væri mögulega lífshætta á ferð,“ segir Hrönn, en svo reyndist þó ekki vera þó svo atvikið væri vissulega dramatískt.

Hópur unglinga kom síðar aðvífandi á mótorbát sem virkaði og …
Hópur unglinga kom síðar aðvífandi á mótorbát sem virkaði og bjargaði fjölskyldunum í land. Ljósmynd/Aðsend

Þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst

Svo sannaðist hið fornkveðna að þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst. „Bjargvættirnir mættu skömmu síðar, fullur bátur af hressum unglingum sem drógu konurnar og börnin í land og fleiri báta dreif að,“ segir Hrönn og hlær að ævintýrum dagsins.  

Allt fór vel að lokum. Hér má sjá ljósmyndarann og …
Allt fór vel að lokum. Hér má sjá ljósmyndarann og konuna sem sagði söguna, Hrönn Sveinsdóttur, en hún sagði í samtali við fjölskylduna að þrátt fyrir dramað hefði þetta verið óskaplega skemmtileg bátsferð. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta var nú örugglega skemmtilegasta bátsferð sumarsins. Við skemmtum okkur konunglega og börnin voru í stöðugri krísustjórnun allan tímann!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert