Sjö merki þess að ungbarnið er tilbúið að fá fasta fæðu

Þegar kemur að því að gefa ungbörnum mat miða flestir …
Þegar kemur að því að gefa ungbörnum mat miða flestir við aldur þess en svo má líka lesa í nokkur þroskatengd atriði hjá barninu. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Yfirleitt skynja foreldrar ungbarna sjálfir hvenær litli unginn er tilbúinn að fá aðra fæðu en brjóstamjólk eða pela. Margir miða líka við ákveðinn aldur, sex mánuðir er algengasta viðmiðið. Á vef landlæknisembættisins segir:

„Ef barnið dafnar vel og er vært er ekki þörf fyrir aðra næringu en brjóstamjólkina. Oftast dugir brjóstamjólk sem eina fæða barns fram að sex mánaða aldri. Ef barnið virðist hins vegar ekki mettast nógu vel af brjóstamjólkinni eingöngu, þrátt fyrir aukinn fjölda gjafa, getur það fengið að smakka litla skammta af öðrum mat. Þegar barnið er orðið sex mánaða þarf það meiri næringu en brjóstamjólk/ungbarnablöndu til að fullnægja orku- og næringarefnaþörfinni. Með aldrinum eykst einnig áhugi barnsins á mat þótt sum börn taki nýrri fæðutegund eða nýju bragði með ákveðinni tortryggni í byrjun.“

Baby center-vefurinn birti nýlega sjö merki þess þegar ungabarnið er tilbúið að fá fasta fæðu, óháð aldri sem getur verð gott að hafa til hliðsjónar.

  • Barnið hefur stjórn á höfði sínu

  • Barnið hefur misst ósjálfrátt viðbragð til að ýta mat út úr munni sínum

  • Barnið getur setið upprétt

  • Barnið hreyfir munninn eins og það sé að tyggja

  • Barnið hefur náð tvöfaldri fæðingarþyngd og er að lágmarki fjögurra mánaða

  • Virðist svangt eftir að hafa fengið brjóst eða pela

  • Forvitið um það sem þú borðar

 

Sjá myndband af Baby Center-vefnum: 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert