Sjö ástæður fyrir fjölskylduna að borða saman

Reglubundnar máltíðir gefa fjölskyldunni einföld tækifæri til að bjóða nánum …
Reglubundnar máltíðir gefa fjölskyldunni einföld tækifæri til að bjóða nánum ættingjum að kíkja í heimsókn án auka umstangs. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Það er ekki alltaf einfalt að ná öllum í fjölskyldunni saman að matarborðinu; fundir, félagslíf, eftirvinna, líkamsrækt, tómstundastarf, tómt eldhús og fleira veldur því að fólk freistast oft til að smyrja sér brauðsneið, skjótast eftir skyndibita eða næla sér í það sem hendi er næst. Oft er enginn tími til að elda og enginn svangur þegar kemur að hefðbundnum kvöldmatartíma. En margar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að fjölskyldan setjist niður reglulega, helst ekki sjaldnar er fjórum til fimm sinnum í viku og njóti samveru og hollrar næringar í ró og næði.

Til þess að máltíðirnar verði sem ánægjulegastar er mikilvægt að allir sleppi snjallsímunum við borðið að leggi sig fram um að vera andlega til staðar.
Fjölskyldumáltíðir eru að auki úrvals tækifæri til að bjóða stundum ömmu og/eða afa, frænda, frænku eða fjölskylduvini sem býr ein/n og gæti vilja félagsskap fjölskyldunnar stundum.

 1. Fjölskyldumáltíðir eykur samheldni fjölskyldunnar


Þær efla tengsl hennar og þá tilfinningu fjölskyldumeðlima að tilheyra hópi. Þetta getur verið mikilvægt fyrir unglinga, jafnvel þó þeir viti það ekki sjálfir og átti sig ekki á gildi fjölskyldumáltíða fyrr en síðar. Börn upplifa öryggi þegar þau geta gengið að föstum þáttum í lífi sínu eins og reglulegum kvöldmáltíðum. Þær leggja grundvöll að venjum barnsins til framtíðar sem byggja á ást og trausti. 

Ljósmynd/Thinkstockphotos

 2. Sameiginlegar máltíðir auka líkur á glöðum og sáttum börnum

Börn og ungmenni sem upplifa að þau eru samþykkt eins og þau eru innan fjölskyldunnar þurfa síður á því að halda að leita samþykkis annarsstaðar. Slíkt samþykki getur dregið úr líkum á andlegum kvillum og leggur drög að bættu sjálfstrausti sem svo minnkar líkurnar á neyslu áfengis, tóbaks og fíkniefna. 

3. Sameiginlegar máltíðir geta hjálpað börnum í námi

Að hlusta á og taka þátt í umræðum fullorðinna meðan á sameiginlegri máltíð stendur getur aukið skilning barna á veröldinni. Þau geta einnig rætt sínar hugmyndir þar á öruggum stað, þar sem þau geta verið viss um að enginn gerir grín að þeim, og slíkt getur hjálpað til við að fá góðar hugmyndir og vera tilbúin að fylgja þeim eftir. Einnig eru foreldrar líklegir til að fylgjast betur með lokaskilafresti verkefna og sambærilegra þátta ef sest er niður með skipulegum hætti einu sinni á dag til að snæða og spjalla.

4. Sameiginlegar máltíðir stuðla að betri næringu

Fjölskyldumáltíðir eru líklegri til að vera uppspretta góðrar og fjölbreyttrar næringar en ef hver og einn grípur samloku á hlaupum eða hellir heitur vatni á núðlupakka þó svo það sé vissulega ekki einhlítt. Það er líka æskilegt að leyfa börnum að taka þátt í eldamennskunni,  kenna þeim sitthvað um gildi góðrar næringar og skikka þau til að vaska upp og setja í vélina eftir máltíðina.

Reglubundnar fjölskyldumáltíðir auka líkurnar á því að fjölskyldumeðlimir borði hollan …
Reglubundnar fjölskyldumáltíðir auka líkurnar á því að fjölskyldumeðlimir borði hollan mat alla jafna. Ljósmynd/Thinkstockphotos

5. Sameiginlegar máltíðir geta komið í veg fyrir offituvanda 

Ef börn og ungmenni fá hollar máltíðir á hverjum degi eru þau ólíklegri til að að vera stöðugt að fá sér brauð, morgunkorn, kex, snakk og þess háttar. Það kennir þeim líka að velja hollari mat en ella þegar þau vaxa úr grasi, því þau byggja á því sem þau eru vön og þekkja. Sömuleiðis geta reglulegar hollar máltíðir í afslöppuðu umhverfi átt þátt í að koma í veg fyrir matarraskanir af ýmsu tagi.   

6. Sameiginlegar máltíðir spara tíma og peninga

Það sparar peninga að gera magninnkaup og skipuleggja matseðla frekar en að hver borði fyrir sig eða treysta um of á skyndifæði. Það getur einnig tekið minni tíma að elda einfalda holla máltíð en að panta mat, sækja hann eða fara á veitingastað og bíða eftir mat.

7. Sameiginlegar máltíðir eru ánægjulegar

Börnum líkar vel að borða með fjölskyldunni sinni. Það er líklegt að sumir unglingar gefi ekki upp að þeim líki fjölskyldumáltíðir en rannsóknir hafa sýnt að þeir kunni samt að meta þær og þeir hafa sagt að þær hafa skipt máli eftir að þeir fluttu að heiman. Láttu ekki fúllyndan ungling slá þig út af laginu! Foreldrar kunna að meta tíma með börnunum sínum en best af öllu er þegar fólk getur hlegið saman af smáatriðum daganna.

Ljósmynd/Thinkstockphotos

 Heimild:  Swedish.org 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert