Ertu með jákvætt þungunarpróf?

Prófin eru mjög næm fyrir hormóninu sem þau mæla svo …
Prófin eru mjög næm fyrir hormóninu sem þau mæla svo að nú er jafnvel hægt að fá jákvætt þungunarpróf rétt áður en blæðingar ættu að byrja samkvæmt tíðahring. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Þá er það jákvætt!

Það er nánast útilokað að um misskilning eða ranga niðurstöðu sé að ræða því prófin eru mjög næm fyrir hormóninu sem þau mæla svo að nú er jafnvel hægt að fá jákvætt þungunarpróf rétt áður en blæðingar ættu að byrja samkvæmt tíðahring.

Á heilsuvefnum Heilsan okkar kemur fram að að sama gildi um neikvætt próf. „Ef þú ert komin fram yfir væntanlegan blæðingatíma og prófið er neikvætt þá er það neikvætt (nema þú sért nýorðin þunguð). Þá er hægt að endurtaka prófið viku síðar ef blæðingarnar koma ekki,“ segir á vefnum.

„Þungunarpróf sýnir jákvæða niðurstöðu áður en hægt er að sjá þungun á leggangasónar. Ef kona vill staðfesta þungun með ómskoðun (sónar) þá er best að hún sé komin sex vikur á leið, þá er oftast hægt að sjá hjartslátt hjá fóstrinu og þar með staðfesta eðlilega þungun.“

Ef prófið er jákvætt er nánast útilokað að um misskilng …
Ef prófið er jákvætt er nánast útilokað að um misskilng eða gallað próf sé að ræða. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Þannig er það nánast ekkert annað en þungun sem gefur jákvætt þungunarpróf.

Enn fremur segir á Heilsunni okkar að ef þú ert í barneignarhugleiðingum eða ert nýorðin þunguð er mælt með því að þú takir inn fólínsýru sem er ein tegund af B-vítamíni.

„Mælt er með að taka 400 míkrógrömm af fólinsýru á dag. Einnig færðu fólinsýru úr ákveðnum fæðutegundum.  Ákveðnir hópar kvenna eiga þó að taka 10 sinnum meira. Um það má lesa meira í pistlinum „Ertu í barneignarhugleiðingum?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert