Tíu goðsagnir um foreldrahlutverkið

Ljósmynd Thinkstockphotos

Foreldrahlutverkið er hlaðið endalausum vangaveltum um hvað sé rétt og rangt. Að auki vaða uppi ýmsar misviturlegar goðsagnir um þetta mest krefjandi hlutverk sem flestir foreldrar fá í hendurnar. Hér eru nokkrar goðsagnir:

1. Þú elskar barnið þitt um leið og þú færð það hendurnar

Stundum. Staðreyndin er sú að foreldri getur upplifað allskyns tilfinningar þegar það fær barn sitt í hendur í fyrsta sinn. Ofurást, ekki neitt og allt þar á milli. Það getur tekið daga, vikur og stundum mánuði að tengjast tiylfinningalega við barnið sitt.

2. Besta leiðin til að fæða barn er að gera með með náttúrulegum hætti

Stundum. Besta leiðin til að fæða barn er leiðin sem móðirin velur út frá hennar eigin forsendum, hvort sem það er í vatnsbaði heima eða umvafinn hátækni.  Það er líka í góðu lagi að skipta um skoðun í miðri náttúrulegri fæðingu og fá deyfilyf. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir líf og heilsa móður og barns mestu máli.

3.  Þú munt aldrei hugsa um barnið þitt með neikvæðum hætti

Rangt. Punktur.

Ljósmynd Thinkstockphotos


4. Ef þú er með barnið þitt á brjósti verður það ekki veikt

Rangt. Rannsóknir sýna að brjóstamjólk styður við heilbrigði barna en hún kemur ekki í veg fyrir veikindi.

5. Foreldrahlutverkið kemur til þín með náttúrulegum hætti. Þú munt skynja hvað er rétt og rangt

Rangt. Nýir foreldrar þurfa að leita ráða rétt og eins annað fólk sem fæst við ný hlutverk. Það er hægt að fara á námskeið, tala við við foreldra sína, aðra fjölskyldumeðlimi og vini og hægt að lesa bækur. Foreldrahlutverkið er stöðugt lærdómsferli.

6. Þú þarft að læra að segja þarfir barnsins í fyrsta sæti

Rangt. Ef þú ert ekki sátt/ur þá er ekki líklegt að barnið þitt sé sátt. Best er að leita leiða svo allir geti verið glaðir og sáttir og það þýðir ekki að þarfir foreldris verði að víkja. 

7. Bíddu með að verða foreldri þar til þú ert tilbúin/n

Sjálfsagt eru sumir akkúrat tilbúnir stundum. En margir foreldrar hafa fært rök fyrir því að fólk sé í rauninni aldrei alveg tilbúið til að verða foreldri en standa sig engu að síður.

Ljósmynd Thinkstockphotos


8. Það er ekki gott að vera ung mamma

Flestar ungar konur standa sig mjög vel í móðurhlutverkinu og margar þeirra axla aukna ábyrgð á eigin lífi, svo sem í tengslum við nám og vinnu, eftir að þær axla móðurhlutverkið. Það eru engar reglur um réttan aldur, þó að vissulega sé heppilegast að unglingar klári sitt nám og fái tækifæri til að taka út þroska áður en þeir gerast foreldrar.

9. Það er ekki gott að vera gömul mamma

Mörgum konum finnast þær of gamlar til að eignast barn um og eftir fertugt og dæma sumar aðrar konur á þeim forsendum. Stundum er líka sagt að konur sem eignist fyrstu börnin seint séu alltof stressaðar yfir þeim en það er ekkert sem bendir til að þetta sé neitt annað en goðsögn. Meðaldur íslenskra kvenna er tæp 84 ár sem þýðir að fertug meðaltalskona getur haldið í hönd barns síns fyrstu 44 árin af lífi þess.

10. Allir foreldrar standa sig betur en ég! Gefa barninu sínu hollari mat, kenna því stafina eins árs, fara með það á 100 námskeið og svo virðast öll önnur börn haga sér betur en mitt barn.

Rangt! Ekki taka mark á glansmynd samfélagsmiðla. Það er hvergi skemmtilegra að monta sig af börnunum sínum en einmitt þar. Uppeldi gengur upp og niður hjá öllum foreldrum.

Þýtt og staðfært. Heimild: Mummypages.ie

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert