Aníta Rún var sett fyrr af stað með stóru stelpuna sína

Aníta Rún á góðar deilir hér góðum minningum frá fæðingu …
Aníta Rún á góðar deilir hér góðum minningum frá fæðingu dóttur sinnar en allar fæðingar eru þó átök. Aníta var sett af stað á 38. viku af því dóttir hennar var orðin vel stór en einnig af því sonur hennar hafði verið með axlarklemmu í fæðingu. Ljósmynd/Aðsend

Aníta Rún Guðnýjardóttir og Daníel Þór Hafsteinsson eignuðust sitt þriðja barn sitt 17. ágúst síðastliðinn; stóra og flotta stelpu, og deildi Aníta fæðingarsögu sinni nýlega á lífsstílsbloggvefnum Lady.is þar sem hún skrifar pistla reglulega. Hún var sett af stað og stúlkan litla kom í heiminn snemma aðfaranótt 17. ágúst eftir svolítið brölt við að koma fæðingunni af stað.

Benjamín og Baltasar Daníelssynir eru núna stoltir stóru bræður.
Benjamín og Baltasar Daníelssynir eru núna stoltir stóru bræður. Ljósmynd/Aðsend

Aníta var gangsett fyrir settan dag þar sem sonur hennar Benjamín hafði verið með axlarklemmu í fæðingu en í vaxtarsónar 7. ágúst þegar hún var gengin 37 vikur reyndist sú stutta vera orðin 3.780 grömm sem þýddi að við fulla meðgöngu yrði hún 18-19 merkur eða töluvert yfir fjórum kílóum.

Fegin að sleppa við 13. ágúst

Úr varð að ljósmóðir Anítu úr mæðraverndinni og fæðingarlæknir fóru saman yfir stöðuna og áveðið var að hún færi í gangsetningu kl. 8:15 hinn 15. ágúst eftir 38 vikna meðgöngu. Þau voru afar ánægð að settur dagur kæmi ekki upp 12. eða 13. ágúst þar sem sonur þeirra Baltasar á afmæli þá.

 „Hjúkket! 13. ágúst slapp! En Baltasar, þessi eldri, á afmæli þá og vildi ég svo mikið að þau fengju sitt hvorn daginn.

Aníta segir að hláturgas og heitt vatn hafi verið frábær …
Aníta segir að hláturgas og heitt vatn hafi verið frábær samsetning í verstu hríðunum. Ljósmynd/Aðsend

Miðvikudagurinn 15. ágúst rennur upp og erum við mætt á slaginu 08:15 og hinkrum í smá stund þar til við erum kölluð inn. Við förum í mónitor, þar er athugaður hjartslátturinn hjá stelpunni, samdrættir mældir og blóðþrýstingurinn hjá mér mældur. Eftir mónitor er farið með okkur í aðra stofu og athugað hversu hagstæð ég er. Það eru gefin stig frá 1-8 og ef það er fyrir neðan 5 stig þá eru gefnar gangsetningartöflur, en ef konan er yfir þá er reynt að sprengja belginn. Ég fékk 3 stig,“ segir Aníta Rún.

Líknarbelgurinn búin að standa sína pligt.
Líknarbelgurinn búin að standa sína pligt. Ljósmynd/Aðsend

Þegar um gangsetningu er að ræða fá konur töflur til að framkalla fæðingu og var engin undantekning þar á tilfelli Anítu. „Fyrsta taflan er tekin uppi á Landspítala og í kjölfarið er farið heim með sjö töflur sem á að taka á tveggja tíma fresti þar til hríðar byrja. Ef hríðar byrja ekki eftir þessar töflur er reynt aftur daginn eftir. Dagurinn líður og klukkan er orðin 11 um kvöld. Ég er búin með sjö töflur og á eina eftir. Samdrættirnir eru farnir að vera töluvert harðari, og hringi ég upp á spítala og sögðu þær mér bara að sleppa að taka þessa síðustu og ef þetta dytti niður, að byrja þá bara aftur daginn eftir, úthvíld. Sem ég gerði. Ég var vakandi til um það bil kl. tvö um nótt vegna verkja, síðan hef ég náð að sofna örlítið og vaknað um fjögur út af svengd. Fæ mér eitthvað að borða og held áfram að sofa. Ætli ég hafi ekki náð um það bil þriggja til fjögurra tíma svefni þessa nótt. Var langt frá því að vera úthvíld þegar kom að gangsetningardegi númer tvö,“ segir Aníta.

Pabbi fær að klippa á strenginn.
Pabbi fær að klippa á strenginn. Ljósmynd/Aðsend


Dagur tvö og fleiri gangsetningartöflur

Hún mætti aftur morguninn eftir, 16. ágúst, í skoðun. Allt leit vel út en hún fær sjö töflur í viðbót og er send aftur heim. Þar segist hún hafa sest á jógaboltann og gengið um húsið til skiptis. Aníta segist finna fyrir því að samdrættir séu að vera töluvert harðir strax þegar þarna er komið sögu og þegar klukkan er að verða fjögur tekur hún fjórðu töfluna og er þá farin að anda í gegnum verkina. Að lokum hringir hún upp á fæðingardeild:

„Ég hugsa að nú sé komið að þessu.“

Þau Daníel fara upp á deild og fá úthlutað herbergi átta þar sem Aníta fer í mónitor til að athuga líðan litlu stúlkunnar, blóðþrýstinginn og fleira. Hún lætur renna í bað. „Ég hreinlega elska að vera í baðinu! Auðvelt að hreyfa sig og það er ákveðin verkjastilling líka. Vatnið og gasið = fullkomið kombó!“ segir Aníta.

Aníta segir að inn á milli hafi hún farið á jógaboltann og hlustað á lagalistann á Spotify með slakandi tónlist, en hún mælir eindregið með slikum lista fyrir fæðandi konur.

Um sexleytið fór hún í baðið með fjóra í útvíkkun og um áttaleytið missti hún vatnið í baðinu.

Allt gekk eins og í sögu og okkar dama var …
Allt gekk eins og í sögu og okkar dama var vel hærð og bráðyndarleg. 4002 grömm og 51 sm. Ljósmynd/Aðsend

„Frábært! Nú fer þetta að gerast! Í kjölfarið jukust verkirnir og í kringum hálftíu vil ég fá deyfingu. Ljósan mín, sem hélt að nú væri sennilega að fara að koma að þessu og ég væri líklega of sein að fá mænudeyfinguna, vildi fá mig upp úr til að athuga hvernig staðan væri. En nei! Sex í útvíkkun og belgurinn ennþá heill! Hvernig má það vera!? En þá komst ég að því að það eru tveir belgir sem eru utan um barnið og var það sennilega þessi ytri sem hefur komið gat á og vatnið þaðan farið.

Hún fékk þá mænudeyfingu sem gekk heldur brösuglega og þurfti að stinga þrisvar til að ná þessu rétt. Hún var áberandi meira deyfð í hægri fæti og náði nánast ekkert að hreyfa hann. Hún náði þó fljótlega að verða verkjalaus og gat farið að spjalla við „ljósuna“ og áttu þau góða stund saman, Aníta, Daníel og ljósmóðirin.

Svo gott að komast á brjóst eftir átökin.
Svo gott að komast á brjóst eftir átökin. Ljósmynd/Aðsend

„Klukkan 02:09 segir hún við mig: „Jæja, eigum við að prufa að rembast?“ þar sem ég var komin með næstum fulla útvíkkun hálftíma áður.

„Ég er til í það,“ segir Aníta og við tökum okkur stöðu.

Tvær ljósmæður til aðstoðar

Hún segir að hún finni að hún að nái vel stjórn á rembingnum en skyndilega segir ljósmóðirin henni að stoppa.

„Stopp! Daníel, hringdu bjöllunni!“

Þá hafði Aníta fætt barnið að hálfu leyti og höfuðið var næstum allt komið út en þurfti að bíða eftir að önnur ljósmóðir kæmi að aðstoða eftir næsta rembing.

Næsti rembingur kom klukkan 02:12 og sagði ljósmóðirin Anítu að gera þetta rólega. „Í þeim töluðum kemur þessi litla dama út, með fullt af hári, 4.002 grömm og 51 cm. Það má því segja að þessi fæðing hefi verið draumafæðing og þótti mér yndislegt að klára þriðju fæðinguna svona léttilega. Engin rifa og fylgjan labbaði nánast sjálf út.  Hefði ekki getað beðið um betri upplifun!“

Fjölskyldunni á mbl er einstök ánægja að kynna ungfrú Önnu …
Fjölskyldunni á mbl er einstök ánægja að kynna ungfrú Önnu Björk Daníelsdóttur! Ljósmynd/Aðsend

Þau stöldruðu stutt við á sængurkvennagangi enda allir í toppstandi. Það var ekki til herbergi fyrir þau svo þau hvíldu sig á fæðingarstofunni en voru farin heim átta tímum eftir að litla stúlkan fæddist.

„Þetta var því frekar stutt stopp, en það er nú bara ágætt þar sem það er best að hvílast heima. Svo áttum við yndislega stund með strákunum okkar og litla nýja fjölskyldumeðlimnum þegar við komum heim,“ segir Aníta Rún að lokum.

Fæðingarsaga og myndir Anítu Rúnar inni á Lady.is lífsstílsblogginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert