Leyfðu barninu að láta sér leiðast

Þessum unga manni leiðist afskaplega mikið. Svo mikið að það …
Þessum unga manni leiðist afskaplega mikið. Svo mikið að það er erfitt að kveikja ekki á sjónvarpinu og leyfa honum að horfa. Eða lofa honum að fara í tölvuleik. Stundum krefst það töluverðs aga af hendi foreldranna að leyfa börnum að leiðast. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Foreldrar detta stundum í þá gryfju að halda ungunum sínum í stöðugri skemmtun. Ef barnið er ekki með vinum sínum eða einhverjum í fjölskyldunni þá er það að öllum líkindum að horfa á sjónvarpið eða í snjalltæki eða tölvu.

Þegar um yngri börn er að ræða kannast margir foreldrar við að hafa keypt dýrt og vandað þroskaleikfang en barninu þykir meira til umbúðanna koma.

Allt verður barni sem leiðist að leik. Á endanum.
Allt verður barni sem leiðist að leik. Á endanum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Þess vegna er gott að hafa í huga að það hollasta sem hægt er að gera fyrir þroska barna er að gefa þeim svigrúm til að leiðast.

Sálfræðingurinn Vanessa Lapointe fagnar óskipulögðum leik barna sem hvetur þau til að nota ímyndunarafl sitt í óheftum leik og segir að leiðindi geti verið ávísun á sköpunargleði.

„Hugmyndin að frjálsum leik án hluta og reglna takmarkast einungis af ímyndundarafli barnsins,“ segir Lapointe. Í slíkum leik tengir barnið við veröldina í kringum sig, hvort sem þar er fólk, dýr, hlutir eða náttúra, og lærir að skilja og skynja einfalda hluti á nýjan leik.

Þessari ungu dömu leiðist alveg rosalega. Hún gæti verið mjög …
Þessari ungu dömu leiðist alveg rosalega. Hún gæti verið mjög ósátt við að foreldra sína. En það er bara allt í lagi því eftir smátíma er hún kannski dottin inn leikjaveröld ímyndunaraflsins sem bara börn geta notið. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Börn eru talin eyða allt að þremur tímum á dag í símum, snjalltækjum og tölvum og er þessi mikli tími sem börnin nota í tækjunum talinn geta seinkað þroska barna og í verstu tilfellunum hægt á málþroska þeirra. Þess vegna telur Lapointe það vera ákveðna þumalputtareglu að því lengri tíma sem börnin eyða í frjálsum leiktíma, helst úti, því betra sé það fyrir félagsþroska þeirra og sköpunargáfu.

Óheftur og óskipulagður leikur stuðlar að þroska barnsins

„Þegar börnin leika sér í óheftum og óskipulögðum leik er eins og hugur þeirra og líkami vinni saman að auknum þroska, þar með talið mál- og félagsþroska. Þau skilja veröldina betur.

Þessi stelpa er sennilega á leiðinni til stjarnanna á töfrateppi …
Þessi stelpa er sennilega á leiðinni til stjarnanna á töfrateppi með bangsanum sínum. Ekki stöðva för hennar! Ljósmynd/Thinkstockphotos

Þegar barninu þínu leiðist kvartar það undan því hvað allt sé leiðinlegt og vill fá að kveikja á sjónvarpi eða komast í tölvur svo það verði skemmtilegt á ný. Við hér á Fjölskyldunni ráðleggjum ykkur að hugsa til orða Lapointe um hversu hollt það er fyrir börnin að þeim leiðist. Þau eru nefnilega galdraverur og láta það ástand yfirleitt ekki standa yfir lengi.

Heimild: Mummypages.ie

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert