„Sonur minn festist í grindinni“

Kara Kristel segir að móðurhlutverkið hafi haft mikil áhrif á …
Kara Kristel segir að móðurhlutverkið hafi haft mikil áhrif á hana.

Kara Kristel Ágústsdóttir varð mamma þegar hún var alveg að verða tvítug. Í dag er sonur hennar þriggja og hálfs árs. Hún segir að það hafi verið ákveðið sjokk að verða ólétt svona ung en hún ól soninn upp í samvinnu við barnsföður sinn þótt þau hafi ekki verið í sambandi.  

Hvernig gekk meðgangan?

„Hún gekk vel fyrst, engin ógleði af viti og ég fann varla fyrir því að vera ólétt. En þegar ég datt í 7. mánuðinn varð ég mjög veik. Það þurfti að leggja mig inn á spítala og var ég rúmliggjandi fram að fæðingu,“ segir hún.

Kara Kristel hefði viljað eiga fleiri bumbumyndir af sér, en …
Kara Kristel hefði viljað eiga fleiri bumbumyndir af sér, en hér er þó ein.

Getur þú lýst fæðingunni?

„Hún var miklu verri en ég var búin að ímynda mér. Sonur minn festist í grindinni með tilheyrandi sársauka fyrir okkur bæði. Það var í raun kraftaverk að ég kom honum út sjálf því það var læknir mættur til okkar til þess að grípa inn í,“ segir hún. 

Um leið og Kara Kristel var búin að jafna sig á fæðingunni gekk allt vel. 

„Fyrstu mánuðirnir voru alveg æði. Ég var búin að búa mig undir að þetta yrði svaka erfitt, en hann var svo ljúfur. Við vorum rosalega mikið bara tvö og vorum með rútínu sem hentaði okkur og allt gekk mjög vel.“

Hér eru mæðginin þegar Jóhann Alexander var nokkurra mánaða.
Hér eru mæðginin þegar Jóhann Alexander var nokkurra mánaða.

Hvað var erfiðast?

„Þegar hann er veikur, og maður getur ekkert gert fyrir hann.“ 

Hvað kom á óvart?

„Allt í einu skildi ég allt sem mamma mín hefur sagt við mig í gegnum tíðina.“

Hefðir þú gert eitthvað öðruvísi?

„Ég hefði vilja taka fleiri bumbumyndir, annað held ég að ég myndi gera eins.“ 

Hvað kenndi móðurhlutverkið þér?

„Móðurhlutverkið er nú bara rétt að byrja og mun halda áfram að kenna mér, en mest held ég bara hvað það er hægt að elska aðra manneskju meira en sjálfa sig.“ 

Jóhann Alexander Skúlason.
Jóhann Alexander Skúlason.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert