Ertu á sama stað og Gwyneth Paltrow?

Sumarið er sá tími þar sem maður getur lagt til …
Sumarið er sá tími þar sem maður getur lagt til hliðar allt sem við eigum að vera að gera. Þá er hægt að hlusta á innsæið betur og kjarna sig með þeim sem maður elskar mest. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Gwyneth Paltrow setti fallega mynd á Instagram á dögunum af börnunum sínum tveimur, þeim Apple (14 ára) og Moses (12 ára). Undir myndina skrifar hún: „Ekki fara sumar!“

Það er eðlilegt að sakna þess að eiga góðar stundir með börnunum á sumrin, en hvað þýðir það þegar við söknum þess sem hefur liðið?

Hægt er að líta á það út frá nokkrum sjónarhornum. Í fyrsta lagi þá hefur þú notið stundanna og sumarið hefur verið gott. Í öðru lagi þá er ekkert eðlilegra en að vilja verja tíma með þeim sem maður elskar. Gott sumarfrí með fjölskyldunni kjarnar bæði foreldra og börnin en síðan tekur veturinn við með öllum sínum kostum og áskorunum. Áður en langt um líður verðum við foreldrar farin að finna taktinn með börnunum í vetur. Í skammdeginu má síðan alltaf finna leiðir til að plana næsta frí fjölskyldunnar eða skoða myndir af ferðalögum sem voru farin á liðnum árum. 

Samverustundir fjölskyldunnar heima, í skammdeginu geta líka verið einstaklega hugljúfar. Þegar allir eru saman að lesa bækur, horfa á kvikmyndir eða spila. Það er ákveðinn sjarmi sem fylgir öllum árstíðum. Þegar við söknum einhvers sem við höfum átt, ber það vott um kærleika og ánægju þess sem hefur verið. Við þurfum að leyfa okkur að upplifa. Þannig verðum við meðvitaðri foreldrar.

View this post on Instagram

Noooooo summer don’t go

A post shared by Gwyneth Paltrow (@gwynethpaltrow) on Aug 26, 2018 at 3:43pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert